- Advertisement -

Costco 700 sinnum sterkara en Krónan

- forstjórinn óttast ekki Costco.

Jón Björnsson, sem er forstjóri Festi, fyrirtækisins sem á Krónuna, Nóatún, Elko, Intersport og fleira, segist ekki óttast komu Costco. Hann segir jafnframt að Costco hafi afl til að beygja hvern sem það kýs.

Þetta kemur fram í Umræðunni, sem er útgáfa hagfræðideildar Landsbankans Sjá nánar hér.

Jón fer víða í viðtalinu. Hann veltir fyrir sér verslun framtíðarinnar, aukna netverslun og fleira.

Í viðtalinu segist Jón ekki óttast að ameríski risinn Costco hrifsi til sín stóran hluta verslunar á Íslandi og skilji íslenska kaupmenn eftir í sárum. Hann veit samt sem er að Costco er öflugt fyrirtæki sem gengur vel. „Þetta er einn flottasti smásali í heiminum. Ég segi það bara eins og það er. Fyrirtækið er 700 sinnum stærra en við sem þýðir að ef ég kaupi eitt bretti af jarðarberjum þá kaupa þeir 700. Það er 700 sinnum fjársterkara en við og getur fjármagnað sig á eitt prósent vöxtum sem eru kjör sem standa okkur ekki til boða. Að því leytinu til er aðstöðumunur. Og það segir sig sjálft að ef svona aðili ætlar að koma inn á markaðinn og beygja þá sem fyrir eru þá getur hann það. Ég hef hins vegar ekki trú á að svo verði vegna þess að ég held að það sé ekki þeirra hugmyndafræði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: