- Advertisement -

Costco má það sem aðrir mega ekki

- átök framundan á dagvörumarkaði. Costco telst ekki hafa markaðsráðandi stöðu. Staða þess fyrirtækis er því rýmri en keppinautanna.

Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins.
hann benti á að Costco má selja á undirverði, þar sem fyrirtækið telst ekki vera með markaðsráðandi stöðu, hér á landi.

Costco er trúlega hið minnsta 700 sinnum stærra fyrirtæki en Krónan. Þrátt fyrir að Costco sé annað stærsta verslunarfyrirtæki veraldar, er Costco ekki talið vera markaðsráðandi fyrirtæki hér á landi, og getur því, með löglegum hætti, selt vörur undir kostnaðarverði. Mega það sem helstu keppinautarnir mega alls ekki.

Það var Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, sem benti á þetta í Svartfugli í gær.

Þorsteinn Þorsteinsson viðskiptarfræðingur skrifar um Costco og íslenska markaðinn í Viðskiptamogganum í dag. Hann segir að Haga, og annarra dagvörukeðja, bíði verðugt viðfangsefni að mæta lágverðsstefnu Costco. „Sú stefna gengur að öllum líkindum út á lægri framlegð en þá sem Hagar hafa verið með. Fastlega má því gera ráð fyrir að íslensku dagvörukeðjurnar lækki verð sitt frá því sem verið hefur. Spurningin er hins vegar hve slík aðgerð nær langt þar sem erfitt er að keppa í verði við eins stórar keðjur og Costco sem eflaust nýtur betri innkaupakjara en þær íslensku.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorsteinn nefnir einnig það sem Trausti Hafliðason kom inn á í gær. „Hagar hafa verið taldir í markaðsráðandi stöðu þegar hlutdeild íslenskra dagvöruverslana er skoðuð en Hagkaup og Bónus tilheyra fyrirtækinu. Ætla má að markaðshlutdeild Haga sé í kringum 50% á landsvísu. Þessi hlutdeild er svo enn hærri á höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargar verðkannanir hafa sýnt að lægsta verðið hingað til hefur yfirleitt verið að finna í Bónus. Framlegð Haga hefur verið í kringum 24% undanfarin ár og það verður að telja líklegt að það sé ein ástæðan fyrir því að Costco ákvað að koma inn á íslenska markaðinn. Þó skal tekið fram að Hagar reka fleiri verslanir en Hagkaup og Bónus.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: