- Advertisement -

Dagurinn hennar Svandísar, kafli 1

„Þetta er auðvitað dóna­skap­ur og set­ur lækna í ómögu­lega stöðu.“ „Í rök­stuðningi ráðherra seg­ir einnig að SÍ hafi upp­lýst ráðuneytið um að það sé ekki al­gilt að börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi eigi við al­var­leg tann­vanda­mál að stríða. Tel­ur ráðuneytið því ekki rétt að gera reglu­gerðarbreyt­ingu.“

Það standa mörg spjót á Svandísi Svavarsdóttir þessa dagana. Byrjum á læknum sem verða með lausa samninga um áramót og ná engu sambandi við ráðherra heilbrigðismála.

Er Svandís dóni?

„Það er kom­inn miður sept­em­ber. Við átt­um fund með Svandísi í janú­ar. Full­trú­ar Sam­taka heil­brigðis­fyr­ir­tækja funduðu með henni í apríl og svo var þetta svo­kallaða sam­tal 2. júlí. Það er búið að reka á eft­ir svari frá ráðherra með tölvu­póst­um. Í byrj­un júlí send­um við ráðherra tölvu­póst um að það mætti ekki drag­ast að hefja viðræður. Hún verður þá að minnsta kosti að segja að hún ætli ekki að semja við okk­ur. Þetta er auðvitað dóna­skap­ur og set­ur lækna í ómögu­lega stöðu. Sjúk­ling­ar vita ekki hvað þeir eiga að borga á næsta ári og lækn­ar eiga örðugt með að skipu­leggja aðgerðir, eft­ir­lit og starf­sem­ina al­mennt.“

Þetta sagði Kristján Guðmunds­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Lækna­fé­lags Reykja­vík­ur, í samtalið við Moggann.

Biluð tæki á Landspítala

Sigurður Ásgeir Kristinsson, bæklunarlæknir hjá meðferðastöðinni Corpus Medica, seg­ir í sama Mogga að Corp­us Medica láni Land­spít­ala lækn­inga­tæki sem Bjarni Val­týs­son not­ar þar í hluta­starfi. Tæki spít­al­ans sé bilað.

Svandís sagði nei

„Við erum búin að leita allra leiða og við fór­um fram á að reglu­gerð yrði breytt. Það eru örfá börn sem þetta snýst um og hvort þau eru með skarð í harða að mjúka góm. Þetta eru nokk­ur börn sem detta út vegna reglu­gerðarbreyt­ing­ar fyr­ir nokkr­um árum. Við erum búin að fara til ráðherra, við erum búin að kæra þetta og við kom­um að lokuðum dyr­um alls staðar, segir Ragna K. Marinós­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóra Um­hyggju, í sama Mogga og bætir við: „Í rök­stuðningi ráðherra seg­ir einnig að SÍ hafi upp­lýst ráðuneytið um að það sé ekki al­gilt að börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi eigi við al­var­leg tann­vanda­mál að stríða. Tel­ur ráðuneytið því ekki rétt að gera reglu­gerðarbreyt­ingu.“


Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: