- Advertisement -

Davíð skýtur beint á ská á Bjarna

Davíð Oddsson ver Reykjavíkurbréfi morgundagsins í hrunið, aðdraganda þess og eftirköst. Í ljósi skrifa Stundarinnar um ómöulega þátttöku Bjarna Benediktssonar í viðskiptalífinu og hvernig hann og nánustu ættingjar notuðu Glitni banka sem sjálfsafgreiðsluhús með þeim afleiðingum, að sagt er, að 130 milljarðar hafi tapast, er merkilegt að lesa kafla Davíðs um bankana. Varla er annað hægt við lesturinn en andlit Bjarna birtist nánast í hverri setningu. Davíð skrifar:

„Það vill gleym­ast að einka­rekið banka­kerfi hafði aðeins verið til sem meg­in­regla á Íslandi í rúm­an hálf­an ára­tug. Það virt­ist í fyrstu vera yf­ir­gengi­leg hunda­heppni að það væri að taka sín fyrstu skref í átt að því sem ann­ars staðar tíðkaðist ná­kvæm­lega á þeim tíma þegar alþjóðvæðingin var að breyta öll­um leik­regl­um og fram­boð fjár var meira en lengi hafði sést.

Ein­hverj­ir lásu þetta vit­laust og töldu að sér­ís­lensk gen og ein­stök snilld sem varðveist hefði nyrst í ís­köld­um sjó hefði eitt­hvað með þetta að gera.

Staðan á láns­fjár­mörkuðum var þannig þá að það hefði þurft stór­brotna staðfestu til að sækja sér ekki hvern hnef­ann á fæt­ur öðrum og lána það áfram án mik­ill­ar var­færni. Þannig mátti marg­falda stærð banka á ör­fá­um árum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og nú vita menn, sem end­ur­skoðend­ur banka­kerf­is­ins segj­ast ekki hafa vitað þá, að al­gjör­lega ástæðulaust þótti að sýna hefðbundna gát um út­lán. Og þegar við þetta óvenju­lega ástand bætt­ist að áhættufíkl­ar höfðu komið sér í þá stöðu að ábyrgðar­menn bank­anna gátu ekki sagt nei við þá, varð staðan smám sam­an ósjálf­bær. Sá þátt­ur kom ekki í ljós fyrr en allt of seint.“

Er ekki nokkuð víst að Davíð hafði Bjarna í huga þegar hann skrifaði þetta?


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: