- Advertisement -

„Ég hef haft forystu í því samtali“

Forsætisráðherra segir kjör kvennastétta verða rædd á fundum með aðilum vinnumarkaðarins.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, lagði nokkrar spurningar, um kjör kvennastétta, fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

„Hvernig ætlar forsætisráðherra að taka forystu um að efla kjör kvennastétta? Hvaða afgerandi áherslur og skilaboð ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að setja inn í kjaraviðræðurnar? Hefur hæstvirtur forsætisráðherra rætt þetta mikilvæga mál, þetta brýna hagsmunamál, við hæstvirtan fjármálaráðherra? Ef svo er, liggur þá ekki fyrir aðgerðaáætlun í þessu máli af hálfu ríkisstjórnarinnar?“

Varðandi samræður forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar, svaraði Katrín: „Það samtal og sú skoðun fer af stað.“

Katrín svaraði öðrum spurningum að meiri nákvæmni: „Síðan þegar kemur að því sem tengist kjörum kvennastétta og ég tel að þurfi að vera á dagskrá í samtali okkar við aðila vinnumarkaðarins er það svo að ég hef haft forystu í því samtali. Það hefur staðið yfir með reglubundnum hætti allt frá því að núverandi ríkisstjórn tók við og hefur kannski sjaldan verið meira á síðari árum, það samtal sem hefur verið í gangi á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Þar erum við að ræða aðgerðir sem tengjast félagslegum stöðugleika í samhengi við efnahagslegan stöðugleika. Þar erum við þegar búin að sjá aðgerðir lagðar fram og aðrar boðaðar sem munu skipta máli bæði fyrir konur og karla í landinu.“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: