- Advertisement -

Ég skil ekki Bjarna Benediktsson

„Það færi vel á því ef við værum stödd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og værum hér að draga saman ályktanir flokksmanna,“ sagði Bjarni.

„Að því sögðu skil ég ekki Sjálfstæðismanninn Bjarna Benediktsson sem samþykkti á síðasta landsfundi sínum bara fyrir nokkrum mánuðum að lækka þyrfti útgjöld hins opinbera um 10 prósentustig af landsframleiðslu. Það þýðir á mannamáli að skera þarf niður hið opinbera, skera þarf niður hjá spítölum, löggæslu, skólum o.s.frv., um 300 milljarða kr.,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson Samfylkingu á Alþingi í umræðu um fjáralagafrumvarpið.

„Ég verð að viðurkenna að ég skil lítið í Sjálfstæðismönnum þegar kemur að þessu. Hvað vill þessi flokkur eiginlega? Vill hann 100 milljarða kr. útgjaldaaukningu í innviði, eins og flokkurinn sagði kjósendum fyrir síðustu kosningar, eða vill hann 300 millj. kr. niðurskurð, eins og hann segir á landsfundum sínum?“ Þannig spurði Ágúst Ólafur og Bjarni svaraði:

„Það færi vel á því ef við værum stödd á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og værum hér að draga saman ályktanir flokksmanna, en við erum það ekki. Við erum á þinginu að ræða fjárlög ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks,“ sagi hann og bætti við:

„Þannig tala allir núna um hinn stórkostlega vöxt ríkisútgjaldanna á sama tíma og útgjöldin sem hlutföll af landsframleiðslu hafa lækkað, eins og sjá má á bls. 94 í fjárlagafrumvarpinu, úr því að vera um 35% af landsframleiðslu niður undir um 30% markið,“ sagði formaður Sjálfstæðisflokksins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: