- Advertisement -

Ég vil ekki búa í ógeðslegu samfélagi

„Fyrir nokkrum dögum var opinberunin aftur alger. Helmingaskipti og blekkingar, spilling á kostnað fólks í landinu, spilling sem leiddi til algers hruns bankakerfisins, hrun ógeðslegs samfélags sem pólitík tækifærismennsku og valdabaráttu bjó til,“ sagði þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson á Alþingi fyrr í dag.

„Ég vil ekki búa í ógeðslegu samfélagi. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem forsætisráðherra lýgur að þjóðinni. Ég vil ekki búa í samfélagi þar sem tækifærismennska og valdabarátta ræður ríkjum. Ég vil ekki búa í samfélagi spillingar þar sem vinir og fjölskylda ráðamanna fá forréttindameðferð. Ég vil hins vegar búa á Íslandi með vinum og fjölskyldu, með Kirkjufellinu og Helgrindunum, Landamannalaugum, páskahretinu og einstaka eldgosi. Það er rosalega auðvelt að komast hjá því að búa í ógeðslegu samfélagi. Maður getur gert það með því að taka ábyrgð á sínu vali, með hverjum maður vinnur og hverjum maður gefur aðgang að völdum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: