- Advertisement -

Einhugur í Miðflokki um Sigmund

Ekki er annað að sjá en það sé einhugur í Miðflokki um stöðu formanns flokksins. Hann sjálfur segist vera í öngum sínum yfir að Lilja Alfreðsdóttir sagði hann vera ofbeldismann.

„Ég hef verið kallaður fleiri ljót­um nöfn­um en ég hef tölu á. Ég minn­ist þess hins veg­ar ekki að hafa áður verið kallaður of­beld­ismaður. Ekk­ert sem um mig hef­ur verið sagt í póli­tík hef­ur sært mig eins mikið,“ skrifar Sigmundur Davíð á Facebook.

Mogginn ræðir við nokkra kjörna fulltrúa Miðflokksins hér og þar á landinu. Einhverjar spurningar eru upp um stöðu Gunnars Braga og Bergþórs Ólasonar. En einhugur er um Sigmund Davíð. Flokkurinn stendur heill að baki honum.

Fjölmiðlar farið offari

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Mogganum má lesa þetta, sem dæmi:

„Fjöl­miðlar eru að fara offari í þessu máli að mínu mati. Það er svo sem það eina sem ég hef um þetta að segja og hef ekk­ert breytt minni af­stöðu,“ seg­ir Rún­ar Már Gunn­ars­son, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi Miðflokks­ins í Fjarðabyggð og seg­ir best að Sig­mund­ur Davíð haldi áfram sem formaður Miðflokks­ins.

Spurður hvort málið ætti að hafa ein­hverj­ar frek­ari af­leiðing­ar fyr­ir þing­menn­ina Gunn­ar Braga Sveins­son og Bergþór Ólason sem nú eru í leyfi vegna máls­ins svar­ar hann: „Það held ég ekki. Ég held það sé eng­in ástæða til þess, þeir drápu eng­an. Þeir eru farn­ir í leyfi og það er þeirra að ákveða hvenær þeir koma til baka ekki okk­ar. Þó við vild­um segja þeim að fara, þá er það ekki okk­ar.“ Hann seg­ir ekki koma til greina að vísa þeim úr flokkn­um þar sem sú niðurstaða muni hæg­lega vera verri kost­ur og vís­ar þar til reynslu Flokks fólks­ins.

Upptekin af spillingu

Mogginn talar líka við Vigdísi Hauksdóttur, sem seg­ist vera búin að segja allt sem hún hafi að segja um málið. „Ég sinni mínu starfi fyr­ir Miðflokk­inn hér í borg­inni og er að ein­beita mér að því að kljást áfram við spill­ing­una hér í Reykja­vík,“ seg­ir hún.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: