- Advertisement -

Einmitt þessir gæjar og vistsporið

Unnur Brá Konráðsdóttir ferðast með þeim Kristjáni og Haraldi þar sem leitað er leiða til að; „…rífa þetta upp.“

Sem vitað er framleiða íslenskir bændur þriðjungi um of af kindakjöti. Sem vitað er er um þriðjungur sauðfjár sendur á beit á illa förnu landi. Það verður til þess að þriðjungur lambakjöts skilur eftir sig stærsta, eða allavega eitt af stærstu, vistsporum jarðar við kjötframleiðslu.

Í Fréttablaðinu í dag er smáfrétt um annað mál, en nokkuð skylt. Þar segir fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og nú þingmaður í Sjálfstæðisflokki, Haraldur Benediktsson: Við getum sagt að sauðfjárræktin er í mikilli lægð. Það þarf að fara í frjálsa og opna skoðun á því hvernig hægt er að rífa þetta upp.“

Hvernig hægt sé að rífa þetta upp, segir bóndinn Haraldur. Ekki hvernig hægt er að sníða framleiðsluna af markaðnum og þörfinni. Dæmigert.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Best að vitna ögn meira í Harald bónda og þingmann og ekki síst Fréttablaðið: „Það eru atriði sem þarf að ræða við bændur, eins og að breyta stuðningsfyrirkomulaginu […] og skapa afurðastöðvum hagstæðara umhverfi.“

Og hver á að skapa afurðastöðvunum hagstæðara umhverfi?

„Við verðum með umframkeyrslu og ákveðinn hluti fer erlendis en íslenskir skattgreiðendur niðurgreiða aðeins kjöt fyrir innlendan markað,“ segir Haraldur. Það eru sem sagt skattgreiðendur sem eiga að redda öllu, eina ferðina enn.

Frétt Fréttablaðsins hefst á því að segja frá því að Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra sé nú á ferð um landið til að ræða við sauðfjárbændur, ásamt Unni Brá Konráðsdóttur, formanni samninganefndar ríkisins, og Haraldi Benediktssyni, formanni samráðshóps, um endurskoðun búvörusamninga.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: