- Advertisement -

Einn ákærður fyrir peningaþvætti

Björgvin Guðmundsson.

Fyrrverand borgarfulltrúi, Júlíus Vífill Ingvarsson, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti. Það er sorglegt. Júlíus Vífill var í Panamaskjölunum ásamt Sigmundi Davíð þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni, þá fjármálaráðherra og Ólöfu heitinni Nordal, þá innanríkisráðherra.

Júlíus Vífill er sá eini þessara stjórnmálamanna allra, sem hefur verið ákærður. Að vísu missti Sigmundur Davíð embætti forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins eftir að blaðamenn afhjúpuðu í beinni útsendingu, að hann hefði ásamt konu sinni verið með eignir í skattaskjóli á Tortola.

Júlíus Vífill eini stjórnnmálamaðurinn sem er ákærður vegna Panamaskjalanna.

Bjarni Benediktsson virðist hafa sloppið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni Benediktsson virðist alveg hafa sloppið. Í kastljósþætti bar hann við minnisleysi! Það virðist hafa dugað! Að mínu mati finnst mér aðalatriðið í þessu máli vera það að framangreindir stjórnmálamenn ákváðu að setja peninga í skattaskjól. Og til hvers gera menn það? Til þess að skjóta eignum undan skatti og fela eignir. Það er alveg sama hvað þessir menn koma með margar afsakanir, þær duga ekki.

Menn kenna bönkum um, segja, að þeir hafi ráðlagt þetta. Skiptir engu máli. Eigendur fjármunanna bera ábyrgðina. Menn segja líka, að þeir hafi greitt skatta af fjármununum. Því er ekki að treysta. Engar upplýsingar fást um eignir í skattaskjólum. Maður getur sagt, að hann hafi verið með 1 milljarð þar á sama tíma og hann var með 5 milljarða í skattaskjólinu.

Enginn getur sannað það rétta. Það skiptir því engu máli þó þessir menn segist hafa lagt öll gögn fyrir skattayfirvöld og greitt skatta. Þeir hefðu ekki sent fjármuni í skattakjól ef þeir hefðu ekki ætlað að koma eignum undan skatti. Þess vegna hefðu þeir, sem ákváðu að senda eignir í skattakjól átt að segja af sér í stjórnmálum. Þeir hefðu getað komið aftur eftir 5-10 ár.

Björgvin Guðmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: