- Advertisement -

Einn dugar aldrei

Leiðari Flokkur Ingu Sædal er á undanhaldi og að óbreyttu fær flokkurinn ekki kjörinn þingmann. Lengi vel leit út fyrir að Inga og hennar fólk myndi fagna sigri að kvöldi kjördags. Nú er það í mikilli óvissu.

Nú sannast kannski að aldrei er nóg að hafa bara einn frambjóðanda. Eftir að Inga kynnti aðra oddvita flokksins hefur dregið fyrir sólu. Ljóst er að þeir séra Halldór í Holti, dr. Ólafur Ísleifsson og Magnús Þór Hafsteinsson sem og aðrir draga úr fylgi við Flokk fólksins.

Best væri fyrir flokk Ingu að tefla henni einni fram, en það gengur eðlilega ekki. Það yrðu mörgum vonbrigði fari sem horfir og Flokkur fólksins yrði áfram utan vallar. Afar tvísýnt er um að perónufylgi Ingu dugi. Hvað aðrir geta gert, er hins vegar mjög erfitt að sjá.

Flokkur fólksins er í grunninn eins manns flokkur. Þegar kemur að kosningum dugar það ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigurjón M. Egilsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: