- Advertisement -

Eins árs barn án allra réttinda

Barnamálaráðherra bendir á dómsmálaráðherra. Þykist vita að dómsmálaráðherra bregðist við.

Jón Þór Ólafsson:
„En viti menn, af því að þau eru námsmenn fær barnið ekki dvalarleyfi.“ .

„Mig langar að spyrja barnaverndarráðherrann út í frétt… …um að ársgömlu barni hefði verið neitað um dvalarleyfi en ekki foreldrunum,“ sagði Jón Þór Ólafsson Pírati á Alþingi í gær.

„Tildrög málsins eru þau að foreldrarnir eru með dvalarleyfi á Íslandi sem námsmenn. Þau eignast svo barn á Íslandi. Ef þau væru með dvalarleyfi á einhverjum öðrum forsendum væri barnið að sjálfsögðu með dvalarleyfi á meðan dvalarleyfi foreldranna væri til staðar. En viti menn, af því að þau eru námsmenn fær barnið ekki dvalarleyfi,“ sagði hann.

Barnið féll í holu

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Hvað gerist þá? Það sem gerist er að barnið á ekki rétt á félagsþjónustu og velferðarþjónustu í landinu samkvæmt þeim reglum sem búið er að setja. Þegar við skoðum lögin betur og skoðum lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem eru lög á Íslandi og verður að fylgja, á barnið þennan rétt. Ef gerð hafa verið mistök einhvers staðar í útlendingalögum og barnið hefur ekki dvalarleyfi og þar af leiðandi ekki rétt á ákveðinni þjónustu trompa lögin um réttindi barnsins það af því að barnið á rétt meðan það er innan landamæra Íslands samkvæmt lögum og þeim sáttmálum sem við höfum samþykkt. Já, það eru lög og barnið á rétt á þessu,“ sagði Jón Þór og bætti við:

„Þetta er bara einhver hola sem barnið hefur dottið ofan í og er nú réttindalaust eins árs gamalt. Mun ráðherra ekki einhenda sér í að ná barninu upp og moka ofan í þessa holu?“

Ásmundur Einar Daðason: „Það er alþekkt að víða í lögum eru því miður glufur sem við þurfum að fara yfir.“

Vill skoða þetta með dómsmálaráðherra

Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra var til svara:

„Ég vil þó benda á að þetta virðist heyra frekar undir dómsmálaráðherra vegna þess að þarna er um að ræða útlendingalög. Ég veit að endurskoðun stendur yfir á útlendingalögum sem m.a. hlýtur að lúta þeim atriðum sem varða börn og stöðu þeirra. Um leið og ég er jákvæður fyrir því að skoða þetta mál veit ég að dómsmálaráðherra hefur verið að skoða sambærileg mál líka þannig að kannski væri rétt að ég og hæstvirtur dómsmálaráðherra skoðuðum þetta bara saman. Ég þykist vita að hún tæki vel í það.“

Getur ekki verið skýrara

Jón Þór tók aftur til máls og benti ráðherra á að hann verði að leysa málið:

„Hann getur að sjálfsögðu borið fyrir sig að þetta eru lög sem heyra undir dómsmálaráðherra en samt sem áður er verið að meina barni að fá rétti sínum fullnægt samkvæmt íslenskum lögum um vernd og velferð og því trúi ég ekki öðru en að það verði bara lagað. Þetta er hola sem barnið er fast ofan í. Ég trúi ekki öðru en að menn gangi í að laga þetta af því að það stendur í lögunum og ef það er ekki lagað er verið að vanrækja það sem segir í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, með leyfi forseta:

Sameinuðu þjóðirnar: „Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þetta getur ekki verið skýrara.“

„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn.“ Þetta getur ekki verið skýrara.“

Víða eru glufur í lögum

„Ef það er glufa í núgildandi löggjöf og hún þarfnast breytinga þurfum við auðvitað að ráðast í þær breytingar. Eins og ég sagði áðan vonast ég til þess að geta tekið þetta mál upp og mun taka það upp við hæstvirtan dómsmálaráðherra. Vonandi getum við í sameiningu fundið lausn á þessu máli.

„Það er alþekkt að víða í lögum eru því miður glufur sem við þurfum að fara yfir og það kann vel að vera að þetta sé ein þeirra. En þá þurfum við að skoða það og fara yfir það og loka glufunni. Ég tek bara undir með háttvirtum þingmanni að það er mikilvægt að gera það og við munum einhenda okkur í það.“

 


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: