- Advertisement -

Ekki hægt að ljúga þessu

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Það sem ríkisstjórnin kallar stuðning til húsnæðismála, þ.e. húsnæðisbætur, stofnframlag til byggingar almennra íbúða og vaxta­bætur, hækkar um 900 m.kr. sem er aðeins 3,6% frá fyrra ári.

Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við húsnæðiskreppunni og mikið vaxandi húsnæðiskostnaði almennings á liðnum árum er að láta framlög til þessa rétt rúmlega halda í við almennt verðlag en vera langt undir hækkun húsnæðiskostnaðar eða í takt við gríðarlega þörf láglaunafólks og fólks með lægri meðaltekjur fyrir ódýrt og öruggt húsnæði.

Á sama tíma og fólkið sem hrekst um á húsnæðismarkaði fær 3,6% hækkun hækkar ríkisstjórnin framlag til aðstoðarmanna ráðherra um 32%. Það væri ekki hægt að ljúga þessu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: