- Advertisement -

Ekki nýtt að þingmenn séu reknir úr flokkum

Ólafur Þ.Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, skrifar á sína „fasbók“ skemmtilega grein:

„Eftir að alþingismennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir úr Flokki fólksins hafa ýmsir spurt mig hvort fordæmi séu fyrir slíku.

Svo er. Árið 1933 voru Hannes Jónsson og Jón í Stóradal reknir úr Framsóknarflokki fyrir að neita að fylgja flokkssamþykkt um stjórnarsamstarf við Alþýðuflokk. Hriflu-Jónasi hafði tekist að fá samþykktar nýjar skipulagsreglur fyrir Framsókn, sem heimiluðu brottrekstur úr flokknum, en áður var það ekki hægt. Þeir félagar stofnuðu svo Bændaflokkinn með Tryggva Þórhallssyni og fleirum. Sá flokkur lifði ekki lengi.

Árið 1938 var Héðinn Valdimarsson rekinn úr Alþýðuflokki fyrir „makk“ við kommúnista. Sama ár stofnuðu kommúnistar og Héðinsmenn Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalistaflokkinn. Héðinn fór svo úr honum þegar flokkurinn studdi innrás Sovétmanna í Finnland – og íslenskir kommúnistar kölluðu andóf gegn innrásinni „Finnagaldur“. Man í fljótu bragði ekki eftir fleiri dæmum um þetta. Gera það kannski einhverjir sögu-fróðir fasbókarvinir?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: