- Advertisement -

Ekki skauta yfir gallana

Nýr landlæknir leggur áherslu á einkarekstur bitni ekki á opinberu þjónustunni.

Nýr landlæknir, Alma D. Möller, er í viðtali við Moggann í dag og þar er meðal annars komið inn á einkavæðingu og einkarekstur.

„Mikilvægt er að útvistunin sé á forsendum almannahagsmuna og sjúklingannna sjálfra og þyrfti að skilgreina betur hvaða þjónustu ríkið kaupir hverju sinni, bæði hvað varðar magn og gæði,“ segir Alma um þetta og bætir við.

„Einkarekstur hefur kosti, eins og aukið aðgengi og valfrelsi fyrir sjúklinga og starfsmenn og að létta álagi af opinberum stofnunum, en það má ekki skauta yfir gallana og t.d. er ekki gott í svona litlu landi að dreifa verkefnunum of mikið, þá sérstaklega sérhæfðum verkefnum. Það má alls ekki haga útvistuninni þannig að við hættum á að veikja getu opinberra stofnanir til að sinna þeim hlutverkum sem þeim er ætlað að sinna.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: