- Advertisement -

Elti ekki upp náttúru

- Þorri Hringsson opnar sýningu á nýjum málverkum í Gallerí Fold laugardaginn 29. apríl kl. 15.

Á sýningunni gefur að líta ný landslags málverk sem Þorri hefur unnið á síðustu misserum. Verk Þorra eru flest frá Haga í Aðaldal þar sem hann er með vinnustofu. Aðspurður segir Þorri að hann vilji helst mála landslag sem hann er með tengingu við og því máli hann ekki Heklu eða Snæfellsjökul þó þetta séu fallegir staðir. „Ég verð að hafa einhverja persónulega tengingu við landið. Ég elti ekki upp náttúru í öðrum landshlutum. Það er þessi þröngi vinkill sem ég vinn í. Það er ekkert mál að mála Heklu og Þingvelli endalaust sem er rosalega þakklátt, en það er bara búið að gera það. Það er nógu erfitt að gera þetta sem ég er að gera en hitt er nánast útilokað að gera að einhverju viti. Því þá lendir maður stöðugt í þessum samanburði við það sem búið er að gera.”

Sýningin stendur til 13. maí.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: