- Advertisement -

ENGELBERT HUMPERDINCK – Á leið til Íslands

Heldur tónleika í Eldborg, Hörpu 26.júní í sumar.

Goðsögnin Engelbert Humperdinck, sem sló svo eftirminnilega í gegn með stórsmellunum, Release me, The last waltz, Quando, Quando, Quando og mörgum, mörgum fleirum, er á leið til landsins og heldur tónleika ásamt stórhljómsveit í Eldborgarsal Hörpu 26.júní.

Ótrúlegur ferill – ótrúlegar vinsældir

Ferill Engelbert Humperdinck spannar rétt tæp 50 ár og hefur hann selt 140 milljón hljómplötur, fengið 64 gullplötur og 35 platinum plötur, fjórar Grammy tilnefningar, tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna og fengið nafnið sitt á stjörnu á „Hollywood walk of fame“, „ Las Vegas walk of fame“ og „Leicester walk of fame“. Hann hefur fjórum sinnum skemmt fyrir Elísabetu Englandsdrottningu, skemmt nokkrum forsetum og mörgum öðrum fyrirmennum og þjóðhöfðingjum.  Hann hefur hljóðritað nánast allar tegundir tónlistar, allt frá rómantískum ballöðum til kvikmyndatónlistar, diskó, rokk og jafnvel gospel.  Einstök rödd hans hefur dáleitt milljónir aðdáenda um allan heim.  En það er ekki bara röddin, heldur persónan sjálf og hans einstaki húmor sem gerir hann að þeirri stórstjórnu sem hann hefur verið í marga áratugi.

Miðasala hefst fimmtudaginn 6.apríl klukkan 10 á hádegi.  Allar nánari upplýsingar á harpa.is.

Meira um Engelbert Humperdinck

Þú gætir haft áhuga á þessum

Engelbert Humperdinck ætlaði sér aldrei að verða söngvari.  Vissulega hafði hann áhuga á tónlist og stefndi jafnvel á frama, en feimni hans var honum fjötur um fót.  Hann var yngstur tíu systkina og bjó ásamt fjölskyldu sinni í Leicester á Englandi, en ólst upp í Madras á Indlandi, þar sem faðir hans gengdi herþjónustu í seinni heimstyrjöldinni.  Í æsku bjó hann við mikla ást foreldra sinna og systkina.  Hann vissi alltaf að hann hefði ágætis söngrödd, en kraftur hennar kom honum sjálfum og öðrum á óvart. „Hún er kraftmikil, en ég áttaði mig á því að ég gæti líka notað hana með mýkt á sama tíma“.  Eins og allar goðsagnir þá er hann maður mikillar breiddar – karlmannlegur og ástríðufullur, feiminn að innan en með óhindraða sviðsframkomu, tilbúinn að vera kyntákn og á þessum tíma feril síns kemst hann alveg upp með það.  „Ég erfði söngröddina frá móðurfjölskyldunni minni. Pabbi var hins vegar ímynd karlmennskunnar – sterkur, íþróttamannslegur og heillandi.  Ég hef sjálfur mjög gaman af karlmannlegur hlutum.  Ég elska íþróttir, golf, tennis, bardagaíþróttir, fótbolta, skíði, en á sama tíma kann ég vel að meta konur“

Engelbert var skírður Arnold George Dorsey.  Þegar hann var 11 ára byrjaði hann að stúdera tónlist og lærði að spila á saxafone. Þegar hann var 17 ára byrjaði hann að skemmta á bar þar sem söngkeppnir voru haldnar reglulega. Vinir hann mönuðu hann til að taka þátt í einni slíkri, hann lagði saxafóninn til hliðar og sýndi í fyrsta sinn á sviði aðra leynda hæfni sem hann bjó yfir: eftirhermur.  Arnold George Dorsey hermdi á ótrúlegan hátt eftir Jerry Lewis – og fékk strax viðurnefnið Gerry Dorsey af aðdáendum sínum, sem varð svo fyrsta sviðsnafnið hans.  Gerry Dorsey varð mjög vinsæll í breska tónlistarheiminum og árið 1959 gaf hann út fyrstu smáskífu sína sem hét Crazybells / Mister Music Man“.  Fljótlega eftir það fékk hann þó berkla, missti röddina í hálft ár sem batt næstum enda á tónlistarferil hans.  Þegar hann náði sér, vissi Gerry Dorsey að hann þyrfti að losa sig við fyrri ímynd sína til að ná endurkomu. Fyrrum umboðsmaður hans stakk upp á nýju nafni, Engelbert Humperdinck sem hann fékk að láni frá austuríska tónskáldinu, sem samdi meðal annars óperuna Hansel and Gretel.   Nafnið þótti nógu öfgafullt til að verða eftirminnilegt og þar með fæddist goðsögnin Engelbert Humperdinck.  Engelbert kom með krafti inn í tónlistarheiminn á sjötta áratugnum samhliða Bítlunum og Rolling Stones.  Þessi feimni strákur varð nánast strax alþjóða goðsögn.   Hann varð mikill vinur Elvis Presley og sungu þeir oft lög hvors annars.  Fyrsta smáskífa hans á vinsældarlista var Release Me, og komst hún í Heimsmetabók Guinness fyrir það að ná heilum 56 vikum á vinsældarlista.  Lagið náði fyrsta sæti í alls 11 löndum. Lagið var endurútgefið eftir að hafa verið notað í auglýsingarherferð fyrir John Smith bjórinn.

Næstu áratugi ferðaðist Engelbert um allan heim þar sem tónleikar hans seldust upp hver á fætur öðrum. Engelbert hefur dálæti af hverri einustu mínutu sem hann er á sviði, en sviðið er sá staður þar sem hann getur sleppt af sér beislinu og er ekki lengur feimini strákurinn sem hann upphaflega var.

Miðasala hefst fimmtudaginn 6.apríl klukkan 10.  Allar nánari upplýsingar á harpa.is


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: