- Advertisement -

Enginn mun trúa einu orði

Gunnar Bragi Sveinsson um hugsanlega og jafnvel verðandi ríkisstjórn.

Stjórnmál „Það sem þó mun vekja mesta at­hygli er að tími Sjálf­stæðis­flokks­ins og VG eins og við þekkj­um þessa flokka í dag er liðinn. Meira að segja Stein­grím­ur J. og Óli Björn voru sam­síða í Mogg­an­um með sömu skila­boð!“ Þetta er bein tilvitnun í skrif þingflokksformann Miðflokksins, Gunnars Braga Sveinssonar. Hann sér ekki margt jákvætt við myndun næstu hugsanlegrar ríkisstjórnar og grein hans er birt hér að hluta og sett upp í viðtalsformi.

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sem hef­ur gefið sig út fyr­ir að vilja frelsi ein­stak­lings­ins og lága skatta skipt­ir því fyr­ir rík­is­af­skipti og óbreytta eða hærri skatta,“ skrifar Gunnar Bragi.

En hvað með Vinstri græn?

„Vinstri græn­ir sem hafa talað líkt og heil­ag­ur andi leggi þeim orð í munn, boðað siðbót og for­mælt illsku íhalds­ins, frekju, yf­ir­gangi, hags­muna­gæslu, græðgi og titrað í hnján­um af hneyksl­an, gefa sjálf­um sér af­láts­bréf fyr­ir öll­um stóru orðunum gagn­vart Sjálf­stæðis­flokkn­um til þess eins að kom­ast í rík­is­stjórn. Þegar þing­menn VG strunsa stór­stíg­ir, bind­is­laus­ir með þan­inn brjóst­kassa í ræðustól Alþing­is mun eng­inn, ekki nokk­ur maður, trúa orði sem þeir segja.“

Ekki gull eða krónur, heldur sálir

Þú segir aflátsbréf, sem hljómar eins í eintölu og fleirutölu.

„Af­láts­bréf­in voru tvö sem Vinstri græn­ir keyptu. Annað fyr­ir sig sjálfa en hitt verður lík­lega af­hent Sjálf­stæðis­flokkn­um fyr­ir einn stól. Aðal­stól­inn. Kjós­end­ur VG munu lengi muna að verðmæti þessa stóls er ekki mælt í krón­um eða gulli held­ur sál­um.

Hvað með Framsókn, þinn gamla flokk, hvað fær hann?

„En hvað fær milliliður­inn, sem verður að kom­ast í stjórn? Milliliður­inn sem gaf sig út fyr­ir að vera sátta­semj­ari, sá eini sem gætti friðar á jörðu og ná­læg­um plán­et­um, sýndi að í besta falli verður sátt­in til í neyð. Trú­lega fær hann þrjá góða stóla. Einn fyr­ir sig, ann­an fyr­ir vara og þann þriðja fyr­ir eig­and­ann.“ (Skýringin er þessi, Sigurður Ingi og Lilja Dögg verða ráðherrar og eigandinn fær ráðherrastól fyrir sinn fulltrúa sem er Ásmundur Einar.)

Um lægsta samnefnarann

En hvaða áhrif sérðu þetta geta haft?

„Gangi þetta eft­ir gæti mynd­ast rými til hægri og vinstri í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Reynd­ar eru flokk­ar á þess­um slóðum sem geta, með því að breyta tali og tón ör­lítið, skákað bæði Sjálf­stæðis­flokki og VG á næstu árum. Fram­haldið verður því áhuga­vert, rétt­ara sagt skemmti­legt, því fátt auðveld­ar stjórn­ar­and­stöðu lífið meira en rík­is­stjórn sem er mynduð um lægsta sam­nefn­ara og af flokk­um sem all­ir eru eins.“

Grein Gunnars Braga er hér birt að mestu og í viðtalsformi sem er á ábyrgð ritstjóra Miðjunnar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: