- Advertisement -

Enn ber margt í milli

Brestirnir í glergólfi VG aukast. Bjarni er dgður þurfa á því að halda að gera Katrínu að forsætisráðherra, sýna af sér nýtt og mjög óvænt.

 

Stjórnmál Katrín Jakobsdóttir, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Íslands, þó enn sé óvíst  í hvaða eða hvernig ríkisstjórn það verður, sagði í Vikulokunum fyrir skömmu að enn bæri margt á milli flokkanna þriggja sem nú freista þess að mynda ríkisstjórn.

Katrín talaði aðeins skýrar en síðustu daga. Kannski var munurinn sá að spyrillinn, Helgi Seljan, að þessu sinni hlustaði vel á það sem Katrín hafði að segja.

Helgi spurði Katrínu um skattamálin, sem kannski er það eina áþreifanlega sem skilur á milli Sjálfstæðisflokks og VG, og sagði hún margt vera órætt hvað þau varðar og af orðum hennar má merkja, að sá erfiði hluti, sé nánast óræddur. Það sýnir að langt er í land og alls óvíst að úr verði ríkisstjórn.

Friðjón Friðjónsson, sem er einn helsti ráðgjafi og félagi Bjarna Benediktssonar, sagði í sama þætti að til að endurheimta tapað traust þurfi stjórnmálamenn, lesist Bjarni, að sýna af sér eitthvað óvænt, eitthvað sem fáir eða engir bjuggust við. Þetta sagði hann í umræðunni um hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni sættast á að Katrín verði forsætisráðherra.

Væntingar um gang viðræðnanna, innan Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, eru komnar langt fram úr raunverulegri stöðu. Vandinn er samt mestur hjá Katrínu. Glergólf Vinstri grænna er að bresta. Fólk yfirgefur flokkinn þar sem það vill alls ekki blanda geði við Sjálfstæðisflokkinn. Þar virðast margir sjá þann flokk sem sísvangan varg bíða þess að ríkiseignir verði seldar og vilja tryggja að fálkinn geti tryggt sér stærstu og flesta bitana.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: