- Advertisement -

Er Alþingi musteri mannvoskunnar?

„Mannvonskan, sérhagsmunagæslan og yfirgangurinn er svo yfirþyrmandi að furðu gegnir. Við þurfum ríkisstjórn sem er allra landsmanna, en ekki bara þeirra ríku.“

Á Alþingi sitja helstu fjandvinir öryrkja, og aldraðra. Ef svo væri ekki, væri staða þessa fólks önnur og betri en hún er. Ríkisstjórnin núverandi er hryllileg. Það er ljótt að segja það, en mannvonskan virðist vera hennar helsti drifkraftur.

Þuríður Harpa Sigurðardóttir. „…þar sem auðvelt virtist vera að taka ákvörðun með einu pennastriki, vegna „óvæntrar neyðar“ þeirra ríkustu, svo eitthvað sé nefnt.“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, lýsir hugarfarinu vel á heimasíðu sambandsins: „Miðað við allan þann tíma sem öryrkjar hafa setið í biðsalnum, blóðmjólkaðir með sköttum og skerðingum, ættu að vera til aurar til að bæta kjör örorkulífeyrisþega, því þetta eru ekki  fjármunir í stóra samhenginu og með tilliti til umræðu sem er í gangi…“ „t.d. lækkun veiðigjalda þar sem auðvelt virtist vera að taka ákvörðun með einu pennastriki, vegna „óvæntrar neyðar“ þeirra ríkustu, svo eitthvað sé nefnt.“

Þetta er málið. Og það var ekki bara hin illa ríkisstjórn sem lagði allt á sig til að borga fyrir fengna greiða með lækkun veiðigjalda. Ó, nei. Samstaða stjórnarandstöðunnar var eftirtektarverð. Hún kom í veg fyrir óskapnaðinn. Sýndi hversu öflug hún getur verið. Þegar hún vill. En það er ekki alltaf svo. Stjórnarandstaðan sýndi að hún getur meira en hún gerir. En hvers vegna gerir hún það ekki til að berjast fyrir bættum kjörum þeirra verst settu?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þar er ekkert gefið eftir

Miðjan birti grein eftir Óla Stefáns Runólfsson. Þar sagði:

„Í nýútkominni skattskrá kemur fram að margir útgerðarmenn eru með hæstu skattgreiðendum svo afkoman virðist ekki hafa verið slæm. Það er því nokkur þversögn í þessum málum. Á sama tíma fá sumir aldraðir endurreikning frá Tryggingastofnun ríkisins þar sem þeim er gert að endurgreiða vegna ofgreiðslu á því ári. Þar er ekkert gefið eftir. Þeir skulu greiða, þó smátt hafi verið skammtað í launum til þeirra miðað við hátekjuaðalinn. Þeim er líka meinað að rétta hag sinn með vinnu, sem hefðu til þess vilja og getu, vegna skerðingarákvarðana stjórnvalda. Þeir sem gætu unnið, vilja fá að vinna og taka þátt í þjóðfélaginu eins og aðrir. Það væri öllum til góðs að afnema þessar skerðingar.“

Og hann bætti við: „Mannvonskan, sérhagsmunagæslan og yfirgangurinn er svo yfirþyrmandi að furðu gegnir. Við þurfum ríkisstjórn sem er allra landsmanna, en ekki bara þeirra ríku.“

„Öryrkjar fá útborgaðar bætur (eftir skatta) kr. 220.000.- Hjón fær hvort um sig kr. 204.000.- (eftir skatta) alveg sama hvort fólk fær einhvern smá lífeyri frá lífeyrissjóði eða ekki. (Allt jafnað út svo allir fái jafn lítið!!!).“

Að lifa á fjallaloftinu

Í morgun birtist eftirfarandi á Facebook: „Öryrkjar fá útborgaðar bætur (eftir skatta) kr. 220.000.-  Hjón fær hvort um sig kr. 204.000.- (eftir skatta) alveg sama hvort fólk fær einhvern smá lífeyri frá lífeyrissjóði eða ekki. ( Allt jafnað út svo allir fái jafn lítið!!!).

Á svo 2ja herbergja íbúð til leigu að kosta 290.000.- krónur á mánuði???

Þá spyr sá sem ekki veit, t.d. Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra Íslands eða Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands: Á þessi öryrki (öryrkjar) að lifa þá á íslenska fjallaloftinu eða kannski bara á menguðu höfuðborgarloftinu??? Ég neyðist til þess að taka það fram að þetta eru lægstu bæturnar frá Tryggingastofnun ríkisins.“

Dæmt í fátækt

„Fatlað fólk og langveikt er því dæmt í fátækt áfram. Fólk einfaldlega getur þetta ekki, og það að vera veikur eða fatlaður og hafa endalausar áhyggjur af afkomunni vitandi að framfærslan dugar alls ekki, er hreint ekki heilsubætandi,“ sagði Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalasins.

Alþingi og getu- eða viljaleysið

Öll vitum við að núverandi ríkisstjórn hefur ekki minnstu áhyggjur af þessari stöðu. Það er verra þegar aðrir flokkar gera alltof lítið til að bæta úr þessari ömurlegu stöðu. Stjórnarandstæðingar voru tilbúnir að fórna öllu sem fórnandi var vegna veiðigjaldanna. Sem var svo sem fínt. Þeir hinir sömu sjá því miður ekki ástæðu til að gera eins til að laga ömurlega stöðu lífeyrisþega. Þar er sárt. Vonir þessa fólks eru veikar. Þau eiga fáa að.

-sme


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: