- Advertisement -

Er Bjarni Ben stjórnmálamaður?

Viðhorf Þekkt er að þegar Davíð og Jón Baldvin hittust fyrst til að ræða samstarf í ríkisstjórn, eftir kosningarnar árið 1991, byrjaði Jón Baldvin á að setja fram ófrákvíkjanlega kröfu; að sótt yrði um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem Davíð hafði verið alfarið á móti og var alfarið á móti. Davíð sagði strax, já. Davíð réði nánast öllu öðru frá þeim tíma.

Sagan endurtekur sig

Sagan endurtók sig þegar Sigmundur Davíð og Bjarni Ben settust niður til að ræða ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum 2013. Sigmundur Davíð sagðist þá setja fram ófrávíkjanlega kröfu. Ríkt fólk og eignamikið átti að fá um 80 milljarða úr ríkissjóði, bara sisona. Bjarni hafði verið alfarið á móti þessum vilja Sigmundar Davíðs, en sagði srax já. Og eftir það hefur hann ráðið öllu.

Eiga sumt sameiginlegt

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir eiga það sameiginlegt Bjarni Ben og Davíð að þeir léku snjalla leiki, 1991 og 2013. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa ekki sérstakan áhuga á stjórnmálum og eru ekki endilega stjórnmálamenn, frekar hagsmunagæslumenn. Og standa sig bara vel sem slíkir.

Davíð pg Bjarni. Davíð kokleypti EES og réði öllu eftir það. Bjarni kokleypti leiðréttinguna og hefur ráðið öllu eftir það.

Davíð heppni

Davíð var einstaklega lansámur. Hann gat hætt að vinna með krötunum þegar þeir virtust líklegir til að vera með eitthvert múður. Viljalaus Framsóknarflokkur var á hliðarlínunni. Á þeim bæ var ekki mikið um pólitík, því meira um hagsmunagæslu. Flokkarnir pössuðu saman einsog flís við rass.

Leiðarlokin

Allt hefur sinn endi. Eftir svokallað einkavæðingu ríkisbanka, skipbrot krónunnar, vegna vanhæfi í stjórn efnahagsmála, þátttöku í innrás í sjálfstætt ríki, gegn vilja Sameinuðu þjóðanna, svo eitthvað sé nefnt, kom að strandinu. Báðir formenn flokkanna, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hrökktust úr stjórnmálunum, með önglana í rassinum.

„Bjarnabenvæðing“

Frá kosningunum 2013 hefur Ísland verið á ótrúlegri vegferð. Hér hefur verið og er enn einhverskonar „Bjarnabenvæðing“. Sem er ekki bara vond, hún er mörgum hreint djöfulleg. Þátttakendur í þeirri mannsvonsku hafa verið Framsóknarflokkur, Björt framtíð, Viðreisn og nú Vinstri græn.

Það er bara ekki hægt að ætlast til þess að maður sem hefur aldrei þurft að glíma við alvöru lífsins geti skilið það fólk, eða stöðu þess, sem hefur ekki nóg og er dæmt til vonleysis.

Mannvonska?

Hvernig er hægt að tala um mannvosnku? Jú, vegna þess að Bjarni Ben, sem er og hefur verið mestráðandi í landsmálunum, frá vorinu 2013, hefur lifað þannig lífi að hann skilur ekki fátækt fólk og ekki fólk sem getur ekki reddað sér með einu símtali. Bjarni beitti nýverið neitunarvaldi sínu þegar vilji var til að bæta ögn vonda stöðu barnafólks og þeirra sem eru að sligast undan kostnaði vegna húsnæðis.

Vilji eða viljaleysi

Sama er hægt að segja um vilja, eða kannski er réttara að segja viljaleysi, Bjarna hvað varðar þá eldri borgara og öryrkja sem hann dæmir í gildru fátæktar. Það er bara ekki hægt að ætlast til þess að maður sem hefur aldrei þurft að glíma við alvöru lífsins geti skilið það fólk, eða stöðu þess, sem hefur ekki nóg og er dæmt til vonleysis.

Eitt er þó óskiljanlegt. Hvað kom fyrir Vinstri græn? Hvernig má vera að Bjarni hafi náð þeim flokki og fest í vef sínum? Af flokkunum fjórum sem hafa gengist undir stjórn Bjarna er einn sem gat ekki meir og hætti.

Aðalgæinn  í skjóli

Óþarfi er að fara mörgum orðum um þetta. Þjóðin þekkir hvernig til hefur tekist. Það fólk sem sannanlega á í vanda er skilið eftir. Auðlegðarskattur var hins vegar aflagður, veiðigjöld lækkuð og verða lækkuð enn frekar, kjararáð veitir aðlinum það sem hann vill, aðalgæinn fær að starfa í skjóli lögbanns á fréttaflutning, hann vanvirðir Alþingi með því að svara því seint eða ekki og áfram er hægt að telja.

Hvað kom fyrir VG?

Eitt er þó óskiljanlegt. Hvað kom fyrir Vinstri græn? Hvernig má vera að Bjarni hafi náð þeim flokki og fest í vef sínum? Af flokkunum fjórum sem hafa gengist undir stjórn Bjarna er einn sem gat ekki meir og hætti.

Framsóknarflokkurinn er þannig flokkur að hagsmunir ráða meiru en stjórnmál og því er skiljanlegt að hann þoli skóför Bjarna.

Framsókn og hagsmunirnir

Framsóknarflokkurinn er þannig flokkur að hagsmunir ráða meiru en stjórnmál og því er skiljanlegt að hann þoli skóför Bjarna, Viðreisn var farin að ókyrrast en Björt framtíð gafst upp. Svo er það VG. Í næstu framtíð hlýtur að koma skýring á hvers vegna flokkur ákvað að leggja stjórnmálin til hliðar og gerast sporgönguflokkur Bjarna Benediktssonar.

Facebookvakt Bjarna

Ég nefndi lögbannið áðan. Það er ekki ónýtt fyrir Bjarna að geta starfað í skjóli dómstóla, dómstóla sem flokkur hans hefur ráðið hvaða fólk skipar þá. Þekkt er líka að sveit að á vegum aðal vaktar samfélagsmiðla, heldur bókhald um hver skrifað hvar og hver tekur undir hvað. Síðan koma hefndir.

Atlagan gegn umræðunni, atlagan gegn fréttaflutningi heldur áfram og engu breytir hvaða flokkar eru í sveit Bjarna. Hann ræður. Hann einn ræður.

Sigurjón M. Egilsson.

 

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: