- Advertisement -

Er fjármálaráðherra nauðsyn að standa sig í skopkeppni?

Þau sem valist hafa til þess að velja næsta seðlabankastjóra eru sem sagt eins og lög gera ráð fyrir þrjú. Formaðurinn er hinn löglærði lögreglustjóri í Reykjavík. Hinir eru vissulega líka afbragðsfólk, lögfræðingur, reynslurík frú af búsetu í Sviss, þar sem menn kunna vel á peninga, og svo fyrrverandi prófessor með fínan akademískan bakgrunn og nýfengna dýrmæta reynslu af búskap í dvalarlandi sínu Danmörku.“

„Valið á yfirstjórnanda Seðlabankans eigi þess vegna að njóta forystu og reynslu lögreglunnar í formi hennar fremsta manns, lögreglustjórans í Reykjavík.“
„Valið á yfirstjórnanda Seðlabankans eigi þess vegna að njóta forystu og reynslu lögreglunnar í formi hennar fremsta manns, lögreglustjórans í Reykjavík.“

Þetta skrifar Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi ráðherra og formaður Alþýðuflokksins. Þar fjallar hann um Seðlabankann og ekki síst hvernig standa á að ráðningu bankastjóra. Hann segir þau sem hafa valist til að velja næsta seðlabankastjóra séu eins og lög gera ráð fyrir þrjú. „Formaðurinn er hinn löglærði lögreglustjóri í Reykjavík. Hinir eru vissulega líka afbragðsfólk, lögfræðingur, reynslurík frú af búsetu í Sviss, þar sem menn kunna vel á peninga, og svo fyrrverandi prófessor með fínan akademískan bakgrunn og nýfengna dýrmæta reynslu af búskap í dvalarlandi sínu Danmörku.“

Áfram heldur Kjartan:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Allt er þetta prýðisfólk, en vilji menn telja hlutverk Seðlabankans annað en lagastúss er rökhalli á nefndarskipuninni, nema ef vera skyldi að þetta sé allt í gríni eða til þess að gantast við okkur og draga okkur blessaða þjóðfélagsþegnana á asnaeyrunum og draga dár að okkur, svona í stíl við að segja okkur að borga 200 milljónir fyrir að flytja stofnun milli landsfjórðunga í óþökk allra eða bíða eftir einhverjum Íslandspassa árum saman, gleyma að koma rafmagni til Akureyrar en láta forsetann samtímis telja þýðverskum trú um að við getum selt þeim gnægð orku líklega þó minna en 1 prósent af þörf þeirra, ef að er gáð.“

Hann undrast á Bjarna Benediktssyni, og segir: „Það getur vel verið að fjármálaráðherra telji sér nauðsyn að standa sig í skopkeppni hinna stjórnvitringanna í hinum ýmsu stýristöðum. Mér finnst gaman að gríni og kannske ekki síst þess konar sem jaðrar við hið absúrda, en ég mundi geyma það í annað en þetta.“

Kjartan gerir, reyndar í upphafi greinar sinnar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, hugsanlega breytt hlutverk Seðlabankans að umfjöllunarefni:

„Hér er á ferðinni að velja mann í vandasamasta og áhrifamesta embætti á sviði hagstjórnar á Íslandi. Meirihluti valnefndar hefur ekki menntun né bakgrunn í hagfræðilegum efnum en býr yfir sérkunnáttu á allt öðru sviði og málefnum. Ég er ekki viss um að svona grín sé landi okkar hollt hvorki til innlends né útlends brúks, þótt sumir kunni að skella upp úr.

Nú liggur fyrir hvaða áherslur gilda við val á næsta seðlabankastjóra. Valnefnd hefur verið tilnefnd og sett til verka. Hingað til hafa sjálfsagt margir staðið í þeirri trú að seðlabankastjóri væri fyrst og fremst að fást við hagræn verkefni, það stendur víst eitthvað um það í lögum og því kannske von að ýmsir stæðu í þeirri meiningu. Nú er það vitaskuld þannig að framganga Seðlabankans að undanförnu hefur einkum birst í túlkun laga og lögleysu, banni við því sem áður var leyft og lögsókn á brotlega. Rök hljóta að standa til þess að þetta nýja hlutskipti og hlutverk Seðlabankans hafi leitt landsstjórnendur til þess að komast að þeirri niðurstöðu að hagstjórnarverkefni Seðlabankans sé orðið skör lægra sett en hæfileikinn til svipuþunga í laganna túlkun og framkvæmd við framfylgd hafta og hamla sem sett hafa verið á landsins þegna. Valið á yfirstjórnanda Seðlabankans eigi þess vegna að njóta forystu og reynslu lögreglunnar í formi hennar fremsta manns, lögreglustjórans í Reykjavík.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: