- Advertisement -

Er Framsókn burðarflokkur íslenskra stjórnmála?

„Hinn burðarflokk­ur ís­lenskra stjórn­mála, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, mæld­ist aðeins með 8,8% fylgi og bæt­ir þó við sig einu pró­sentu­stigi frá síðustu mæl­ingu, senni­lega eft­ir að hann tók af­ger­andi af­stöðu í orkupakka­mál­inu.“ Þetta segir Davíð Oddsson í leiðara dagsins. Tilefnið er skoðanakönnun MMR um fylgi flokkanna og ríkisstjórnarinnar.

Ekki er víst að margt fólk taki undir með ritstjóra Moggans um að sanngjarnt sé að tala um Framsókn sem burðarflokk eins og staða flokksins er í dag. Það átti kannski einhvern tíma við, en varla núna.

Um eigin flokk skrifar Davíð:

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist þannig með 19,8% fylgi sem ein­hvern tíma hefði þótt saga til næsta bæj­ar og jafn­vel til bæj­ar­ins utan við hann.“

Hann finnur þó huggun í vondri stöðu og reynir að hafa gaman af: „Þar var reynd­ar eng­inn há­stökkvari sem skar sig úr og virðist sú grein hafa verið sett til hliðar um hríð og ein­ung­is keppt í því hvaða flokk­ur gæti orðið hæst­ur í lág­stökki.“

Svo er það ríkisstjórnin: „Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina minnk­ar mikið á milli kann­ana eða um 5,3 pró­sentu­stig og minnk­ar stuðning­ur­inn þannig um 16%. Það er eft­ir­tekt­ar­vert því ekki verður séð að rík­is­stjórn­in hafi feng­ist við erfið mál fram að þessu og eins fer fjarri að stjórn­ar­andstaðan birt­ist þjóðinni sem heild­stæður og sann­fær­andi kost­ur.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: