- Advertisement -

Er sjálfsagt að embættismenn séu fávitar?

Alfa Eymundardóttir, varaþingmaður Pírata, tjáir sig kröftulega um Þingvallafundinn og heiðursgestinn og orðuhafann Piu Kjærdsgaard.

„Mörgum þykir þingmenn Pírata sýna þinginu argasta dónaskap (ýmist því danska eða íslenska) eða taka undir með Steingrími J sem finnst sjálfsagt að embættismenn séu fávitar en samt séu þeir bara embættismenn.

Með svipuðum rökum ættum við að taka heilshugar á móti leiðtoga Norður-Kóreu sem er allt annar náungi en fjöldamorðinginn í jakkafötunum sem fylgir honum hvarvetna. Ég sé fyrir mér leiðtoga Bandamanna á fundi tala lágt sín í milli, í lágstemdu óðagoti af því prótókollinn tilkynnti að það væri dónalegt að taka ekki á móti embætti leiðtoga Þýskalands og Ítalíu.

Það er hægt að rökstyðja nánast allt. SJS rökstyður sitt mál og við rökstyðjum okkar. En lífið er hvorki málfundur né rökfimiæfingar. Á endanum tekur fólk afstöðu og stendur með henni. Og það verður aldrei sagt um Pírata að þeir standi ekki með sinni grundvallarafstöðu að mannréttindi og borgararéttindi bera alltaf að virða.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er virðingarvert þegar fólk tekur afstöðu. Að sama skapi ömurlegt að horfa upp á þegar fólk stendur ekki með afstöðu sinni, leggur hana til hliðar, kyngir henni eða afneitar -hvort sem er vegna prótókolls eða peninga. Smekkleysan í dag fer í sögubækurnar og á nokkra topp tíu lista. Einn þeirra heitir topp tíu í dónaskap við þjóðina frá 874.

Til hamingju Steingrímur og Kampavínsstjórn. Góða skemmtun í veislunni í kvöld. Verður Pia þar líka?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: