- Advertisement -

Eru meirihlutastjórnir ofmetnar?

Össur Skarphéðinsson.

Össur skrifar: Í Belgíu er stöðug stjórnarkreppa og minnihlutastjórnin algengar. Samt er Belgía eitt af velheppnuðustu ríkjum veraldar. Þar ríkir efnahagslegur stöðugleiki, evrópsk velmegun, virðing fyrir mannréttindum, en þó stöðug átök um grundvallargildi. Nú voru Belgar einn ganginn enn að mynda minnihlutastjórn. Sú er líkleg til að vera skammlíf, og ekki ólíklegt að við taki önnur innan skamms, sem ekki styðst við meirihluta, eða lítinn og brothættan. Samt breytist ekkert í Belgíu. Lífið heldur sínum vanagangi. Belgar halda áfram að vera ein farsælasta þjóð heimsins.

Af þeim fjórum ríkisstjórnum sem ég sat í var sú skemmtilegasta – og hugsanlega merkilegasta – minnihlutastjórnin 2009. Það þurfti að semja öll mál í gegnum þingið. Jafnvel ráðherrar samstarfsflokksins, VG, greiddu atkvæði gegn málum sem ég lagð fram og fékk samþykkt. Það breytti engu. Meirihluti Alþingis var annarrar skoðunar en VG, þau gátu haldið í sín strangheilögu prinsipp (hvar eru þau nú?) og enginn dó. Allir voru þokkalega glaðir og Ögmundur manna glaðastur.

Getur verið að meirihlutastjórnir séu gróflega ofmetnar?

Fengið af Facebooksíu Össurar.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: