- Advertisement -

Erum of blönk fyrir dauðann

Um komandi áramót geta Íslendingar ekki dáið lengur. Hvernig sem fyrir hverju og einu okkar verður komið. Ástæðan er einfaldlega sú, að við höfum ekki efni á að deyja. Ekki einu sinni nú í miðju góðærinu.

Eina, eða allavega langtum stærsta, líkhúsi þjóðarinnar verður lokað. Sem og nærliggjandi kirkju sem og kapellu. Ekki er hægt að tala um reisn þjóðar sem hefur ekki lengur efni á að deyja. Verra verður það varla.

Tekjur þjóðarinnar hafa ekki áður verið meiri en nú. Það breytir ekki því að okkur skortir margt og okkur mun að óbreyttu skorta enn fleira. Þar á meðal líkhús.

Það er ekki bara við ólánsríkisstjórnina að sakast. Þær stjórnir sem á undan fóru voru ekkert betri. En lengra verður víst ekki haldið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ekki er nóg með að peninga vanti til að reka líkhúsið. Það er víst úrelt og ómögulegt.

Aum er staða okkar.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: