- Advertisement -

Erum á pari við spillt þróunarríki

Þegar Íslendingar samþykktu að stjórnmálaflokkarnir afhentu veiðiheimildir þjóðarinnar, varanlega og endurgjaldslaust, þá festu þeir í sessi ægivald útgerðarinnar. Styrktu það enn frekar með framsalinu 1991.

Að kjósa aftur og aftur þá flokka sem gáfu auðlindina, er að samþykkja, styrkja og staðfesta óréttlæti í fiskveiðistjórnun. Ójafnræði og samþjöppun. Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna hefur gefið út álit um þetta mannréttindabrot á heilli þjóð en Íslendingum er nokk sama hvað einhverjir útlendingar segja (eins og fyrir hrun).

Að gefa auðlind þjóðar er einmitt það sem spillt stjórnvöld nokkurra þróunarríkja gerðu við demantanámur, gullnámur og olíuauðlindir. Við erum á pari við spillt þróunarríki. Það hefur enginn leyfi til að afhenda auðlind þjóðar, varanlega og endurgjaldslaust. Enginn.

Það þýðir ekki að æpa upp þegar útgerðarfélög taka ákvarðanir sem svipta íbúa heilu bæjarfélaganna lifibrauði sínu, en kjósa svo flokkana sem ekki vilja breyta þessu kerfi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hættið þessu væli og kjósið kvótaflokkana í burt.

Alfa Eymarsdóttir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: