- Advertisement -

Eyþór útilokar Samfylkinguna

Eyþór Arnalds, leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði í Vikulokunum á rás eitt að hann sjái Sjálfstæðisflokkinn geta starfað með öllum flokkum í borgarstjórn, nema Samfylkingunni.

Ástæðuna sagði hann vera þá að Samfylkingin sé flokka ólíklegust til að vilja vinna eftir stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. Eyþór vill losa um þunga umferð í Reykjavík án þess að byggð verði umfangsmikil mannvirki og eins vill hann losa um ljósastýrð gatnamót.

Hann finnur helst að Borgarlínunni að henni er ekki, á þeim plönum sem liggja fyrir, ætlað að fara í Árbæjarhverfi.

Eyþór boðar að átökin í kosningunum verði milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: