- Advertisement -

Fá marga milljarða í verðlaun

 

Skuldir heimilanna eru rúmlega 1000 milljarðar, megnið verðtryggt. Hækkun vísitölu neysluverð liðna tólf mánuði hefur verið 2,8% og hefur því fært 28 milljarða frá heimilunum til banka og lánastofnana. Það er um 350 þús. kr. að meðaltali frá hverri fjölskyldu.

Hækkun vísitölunnar má að öllu leyti rekja til hækkun fasteignaverðs, sem er drifin áfram af eignabólu fremur en kostnaðarauka. Það hefur engin hækkun orðið í raunhagkerfinu, öll hækkunin er tilkomin vegna spákaupmennsku, spilavítiskapítalisma.

Án eignarbólunnar á húsnæðismarkaði er verðhjöðnun á Íslandi eins og víðast hvar í okkar heimshluta, sem nemur 0,3%. Samkvæmt því ættu skuldir heimilanna að hafa lækkað um 3 milljarða króna á síðustu tólf mánuðum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með því að halda spákaupmennsku á húsnæðismarkaði inn í vísitölunni ná bankar og lánastofnanir, sömu aðilar og knýja eignabóluna áfram, um 31 milljarði króna aukalega frá heimilunum, 388 þúsund krónur frá hverju heimili í landinu. Ekki í sárabætur eða skaðabætur heldur sem verðlaun fyrir að hafa keyrt upp húsnæðisverð í landinu.

Gunnar Smári Egilsson.

(Greinin birtist á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins. Fyrirsögnin er Miðjunnar).


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: