- Advertisement -

Fátækt fólk einangrast í Breiðholti

Kolbrún Baldursdóttir: „…að minnast hundruð milljóna fjárfestingu í hégómleg verkefni eins og uppbyggingu bragga í Nauthólsvík, Mathöll á Hlemmi og fleira mætti telja til.“

„Flokki fólksins finnst það æði dapurt að tæp 500 börn búi undir fátæktarmörkum og tæp 800 börn eru börn foreldra sem eru með fjárhagsaðstoð í Reykjavík, í borg sem teljast má rík að flestöllu leyti. Þessar tölur eru með ólíkindum og enn sorglegra er að sjá hversu miklu munar eftir hverfum. Í Breiðholti má sjá hvernig borgarmeirihlutanum hefur mistekist þegar kemur að félagslegri blöndun en í Breiðholti er fjöldi fátækra barna mestur. Í Breiðholti hefur fátækt fólk einangras,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur í borgarráði.

„Í Reykjavík ættu engin börn að þurfa að lifa undir fátæktarmörkum. Ástæðan er ekki sú að ekki sé nægt fjármagn til heldur frekar að fjármagni er veitt í aðra hluti og segja má sóað í aðra hluti á meðan láglaunafólk og börn þeirra og öryrkjar ná ekki endum saman. Þessar tölur sýna að forgangsröðunin er verulega skökk í borginni þegar kemur að útdeilingu fjármagns. Um sóun og fjárhagslegt bruðl borgarmeirihlutans eru mörg nýleg dæmi og er skemmst að minnast hundruð milljóna fjárfestingu í hégómleg verkefni eins og uppbyggingu bragga í Nauthólsvík, Mathöll á Hlemmi og fleira mætti telja til.“

Meirihlutaflokkarnir, allir sem einn, bókuðu að bragði:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Á síðasta kjörtímabili óskaði velferðarráð eftir upplýsingum um fjölda barna sem búa við fátækt í Reykjavík og er niðurstöðu þeirrar greiningar að vænta um áramót. Áhersla hefur verið á heimildargreiðslur vegna barna fólks á fjárhagsaðstoð og að tryggja aðgengi allra barna að frístundum auk þess sem leikskólagjöld hafa verið lækkuð og systkinaafslættir auknir svo eitthvað sé nefnt. Í velferðarráði er í undirbúningi stofnun stýrihóps í kjölfar boðaðra greininga til að móta aðgerðir borgarinnar gegn fátækt.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: