- Advertisement -

Fátækt fólk er sett til hliðar       

Við erum komin svo langt með margt í heiminum, svo miklar tæknilegar framfarir. Skrýtið að það sé ekki búið að jafna launamisréttið.

 

Texti og mynd, Alda Lóa: „Ég var sumarstarfsmaður á bensínstöð í sumar. Þetta er fín vinna og fólkið sem vinnur þarna er skemmtilegt. Ég er í menntaskólanum í Kópavogi og stefni á tækniskólann þegar ég klára stúdentspróf. Ég hef áhuga á rafverkfræði.

Ég vann með skólanum hjá Kosti, en svo lokuðu þau búðinni. Ég bý heima hjá mömmu og borga enga leigu og ef ég fæ bílinn hennar lánaðan þá borga ég bensínið. Ég sé fyrir mér að flytja einhvern tímann að heiman, bara ekki bráðlega.

Við erum komin svo langt með margt í heiminum, svo miklar tæknilegar framfarir. En þrátt fyrir það er furðulegt að það sé enn svona mikill ójöfnuður. Skrýtið að það sé ekki búið að jafna launamisréttið. Við þurfum að laga okkar eigið samfélag áður en við veltum fyrir okkur ferðum út í geim á aðra hnetti. Fátækt fólk og þau sem eiga erfitt eru sett til hliðar í okkar þjóðfélagi. Það ætti ekki að vera þannig. Við ættum að breyta því.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Gunnar Bjarnason Sumarstarfsmaður á bensínstöð.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: