- Advertisement -

Félagsleg astoð verði ekki skattlögð

Guðmnndur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, hefur lagt fram tillögu til þingsálykunar. Með honum eru þingmenn úr öllum þingflokkum. Í tillögunni er gert fjármálaráðherra, það er Bjarna Benediktssyni að leggja fram; „…frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt sem tryggi skattleysi uppbóta á lífeyri, enda óeðlilegt að einstaklingar séu skattlagðir vegna greiðslna sem ætlað er að standa undir kostnaði þeirra vegna örorku, hreyfihömlunar eða sjúkdóma.“

Þetta mál er eitt örfárra þingamannamála sem fær náð meirihlutans til að verða rætt á Alþingi á lokasprettinum.

Í greinagerð tillögunnar er rætt um hver kostnaður ríkis og sveitarfélaga getur orðið verði orðið við boðuðm breytingum:

„Í minnisblaði skattaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar, dags. 8. mars 2018, er á það bent að tekjuskattur ríkisins vegna skattlagningar uppbótanna hafi numið 82 millj. kr. á árinu 2016 og útsvarstekjur sveitarfélaga 147 millj. kr. Það liggur því fyrir að skattleysi uppbóta hefur mun meiri áhrif á tekjur sveitarfélaga en ríkissjóðs. Með hliðsjón af þessu er nauðsynlegt að það frumvarp sem lagt verði fram verði unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem fyrr leggja þingmenn úr öllum þingflokkum Guðmunda Inga lið í málinu, þeir  eru: Inga Sæland, Karl Gauti Hjaltason, Ólafur Ísleifsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Halldóra Mogensen, Oddný G. Harðardóttir, Óli Björn Kárason, Þorsteinn Sæmundsson, Þorsteinn Víglundsson.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: