- Advertisement -

Ferðamenn halda að sér höndum

- eyða minna á Íslandi í ár en árin á undan. Hvort það er vegna styttri dvalar eða varnir gegn háu verðlagi er ekki vitað enn.

Ljóst er að eyðsla hvers ferðamanns á Íslandi hefur dregist saman. Þar sem ferðafólki fjölgar enn er heildareyðlsan meiri en áður var.

Rannsóknasetur verlsunarinnar hefur reiknað þetta út. Hún segir að  ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 122 þús. kr. í júlí, eða um 2% minna en í júní. Það er um 9% lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra.

„Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir 122 þús. kr. í júlí, eða um 2% minna en í júní. Það er um 9% lægri upphæð en í sama mánuði í fyrra,“ segir einnig í frétt Rannsóknarsetursins.

„Mestur vöxtur kortaveltu í júlí var í flokki farþegaflutninga eða 29,5% eða 975 milljónir króna. Standa farþegaflutningar þannig að baki tveimur þriðju hlutum vaxtar erlendrar kortaveltu í mánuðinum. Hluti starfsemi innlendra flugfélaga fer fram erlendis og því óvíst að allur sá veltuvöxtur tengist ferðamönnum sem sækja Ísland heim.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greiðslukortavelta gististaða jókst um 9,5% í júlí síðastliðnum og nam 6,9 milljörðum króna í mánuðinum, 596 milljónum meira en í sama mánuði 2016. Gistináttatölur Hagstofunnar fyrir júlí hafa ekki verið birtar þegar þetta er skrifað en ef tekið er mið af verðvísitölu gistingar í Vísitölu neysluverðs hækkaði verðlag gististaða um 3,3% og er magnbreytingin því 5,9%.

Erlendir ferðamenn greiddu 3,1% minna í verslun í júlí síðastliðnum borið saman við júlí 2016. Mestur var samdrátturinn í minjagripaverslun en hún minnkaði um 18,3% frá sama mánuði í fyrra. Þá dróst tollfrjáls verslun saman um 7,3% og önnur verslun um 11%. Aukning var í tveimur flokkum verslunar, dagvöruverslun 11% og fataverslun 2%.

Erlend kortavelta veitingastaða nam 3,7 milljörðum í júlí síðastliðum eða um 4,1% meira en í júlí í fyrra. Vöxturinn nemur 147 milljónum króna á milli ára. Greiðslukortavelta í flokknum ýmis ferðaþjónusta sem meðal annars inniheldur

þjónustu ferðaskrifstofa og ýmsar skipulagðar ferðir jókst um 4,8% á milli ára og nam 4,6 milljörðum í júlí síðastliðnum. Þá nam greiðslukortavelta bílaleiga ríflega þremur milljörðum í júlí eða 7,6% meira en í júlí í fyrra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: