- Advertisement -

Ferðaþjónstunni verði fórnað fyrir fisk

- lítil sátt innan ferðaþjónustunnar með aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Ásbjörn Björgvinsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, segir með ólíkindum að hlusta á Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra.

„Það á að drepa niður ferðaþjónustuna á landsbyggðinni til að lækka gengi krónunnar,“ skrifar Ásbjörn og spyr hvort það sé gert til að útgerðin hafi það betra, fái fleiri krónur fyrir fiskinn. „Er það ástæðan fyrir því að það eigi að skera bestu mjólkurkúnna í búinu ? Nú er a.m.k. komið á hreint að þetta snýst um að stórskaða mikilvægustu atvinnugrein landsins. Hvar er ráðherra ferðamála ? Hvar eru þingmenn landsbyggaðarinnar ? Ég á bara ekki orð.“

Benedikt Jóhannesson.
„Útreikningar ráðuneytisins benda ekki til þess að þetta stöðvi fjölgun ferðamanna,“

Áhrif á allt hagkerfið

Það var í fréttatíma hjá Ríkissjónvarpinu í gær sem þetta kom fram: „Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu er beinlínis ætlað að stemma stigu við fjölgun ferðamanna á Íslandi. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra. Það sé hvorki gott fyrir hagkerfið né ferðaþjónustuna sjálfa að hún vaxi of hratt.“

Og þar var haft eftir ráðherranum: „Auk þess er innstreymi ferðamanna og þeirra peninga sem fylgja þeim farið að hafa veruleg áhrif á allt hagkerfið, krónan hefur verið að styrkjast dag frá degi. Þannig að þetta er liður í því að stemma stigu við aukningunni,“ segir Benedikt. „Útreikningar ráðuneytisins benda ekki til þess að þetta stöðvi fjölgun ferðamanna, en við teljum líklegt að þarna hægi á henni.“

Hvaða áhættumat?

Þórir Garðarsson:
„Útreikningar ráðuneytisins benda ekki til þess að þetta stöðvi fjölgun ferðamanna, en við teljum líklegt að þarna hægi á henni.“

Þórir Garðarsson, varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur ýmislegt við þetta að athuga. „Enn og aftur spyr ég, hvaða áhættumat og greining hefur átt sér stað um þessa aðferðafræði og afleiðingar hennar á ferðaþjónustuna út um allt land sem og samkeppnisstöðu Íslands á þeim mörkuðum sem verið er að keppa við um að fá ferðamann til landsins. Exelútreikningar í fjármálaráðuneytinu segja mér ekki neitt, þar er engin sérfræðingu í ferðamálum starfandi svo ég viti til.“

Þórir veltir fyrir sér á hvern eða hverja hefur verið hlustað. „Til viðbótar við styrkingu krónunnar ætlar ríkisstjórn Íslands að strá salti í sárin og gera Ísland að enn dýrari áfangastað og óttast ekki afleiðingar þess fyrir atvinnugreinina eða orðspor landsins. Á hvern hafa þeir hlustað, heyra þeir ekki í erlendu ferðamönnunum sem þegar tala um hvernig verðlagið kemur þeim á óvart sem er afleiðing gengisstyrkingu krónunnar. Ummæli ferðamannanna breiðist út og afleiðingin verður neikvæð upplifun áfangastaðarins, orðspor Íslands mun skaðast þegsr verð og gæði fara ekki saman. Gleymum ekki að gott orðspor fer víða en ill orðspor fer út um allt.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: