- Advertisement -

Flestir stjórnmálamenn hættir í pólitík

Brynjar Nílesson: „Stundum er sagt að íslenskir stjórnmálamenn séu slappir og embættismannakerfið lítið skárra.“

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gefur kollegum sínum ekki góð ummæli. „…því flestir stjórnmálamenn eru hættir í pólitík og hafa eiginlega breyst í teknókrata,“ skrifar hann í pistli þar sem hann fyrst og fremst gerir tilraunb til að slá til fjölmiðla.

Hér má lesa skrif þingmannsins:

„Ýmsir aðrir en kjörnir fullrúar hafa völd og áhrif í íslensku samfélagi. Þar má nefna auðvitað fjölmiðla og fjölmiðlamenn. Sumir fjölmiðlar trúa að þeir séu hlutlaus upplýsingaveita og jafnvel á vegum almennings eins og þeir halda sem staðsettir er í Efstaleitinu. Hið sanna er að þeir stunda flestir meiri pólitík en stjórnmálamenn. Það segir kannski ekki mikið því flestir stjórnmálamenn eru hættir í pólitík og hafa eiginlega breyst í teknókrata. Því eru þeir að færa allt vald til umboðslausra „sérfræðinga eða fagfólks“ og fela jafnvel einhverjum hagsmunasamtökum úti í bæ að velja þetta fagfólk. Og það skrítna er að sumum finnst þetta lýðræðislegt.

 

Fjölmiðlar eru afar mikilvægir í frjálsum lýðræðisríkjum til að miðla upplýsingum og veita þeim aðhald sem fara með hið formlega vald. Stundum er sagt að íslenskir stjórnmálamenn séu slappir og embættismannakerfið lítið skárra. Kannski er eitthvað til í því en sjálfur tel ég fjölmiðla veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi. Eiginlega í ruslflokki eins og þeir segja hjá matsfyrirtækjunum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: