- Advertisement -

Fólk á meira og skuldar minna

- þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabankans. Hlutfallslega meira í sparnað en neyslu.

„Ráðstöfunartekjur heimila hafa vaxið mjög hratt undanfarin misseri og hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxið að meðaltali um 7,5 prósent á ári frá árinu 2014. Á sama tíma hefur auður heimilanna aukist mikið með hækkandi eignaverði og lækkun skulda.“

Þetta segir í nýjum Peningamálum Seðlabankans. Þar segir að heimilin hafi notað auknar ráðstöfunartekjur í auka neyslu, en einnig nýtt betri stöðu til að styrkja efnahag sinn og auka sparnað.

Einkaneysla jókst um tæplega sjö prósent í fyrra en á sama tíma jókst sparnaður heimilanna í næstum ellefu prósent af ráðstöfunartekjum. Aukin einkaneysla í fyrra reyndist heldur meiri en gert hafði verið ráð fyrir og skýrist það að hluta til af endurskoðun Hagstofunnar á fyrri tölum auk þess sem einkaneysla á síðasta fjórðungi ársins var meiri en gert var ráð fyrir.

„Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist aðeins meira í fyrra en áður var gert ráð fyrir. Í ár er spáð að heldur bæti í kaupmáttaraukninguna og að sparnaður heimila aukist meira en í síðustu spá bankans. Það skýrir að nokkru leyti hvers vegna einkaneysla er talin vaxa hraðar á næstu árum en samkvæmt febrúarspánni. Þrátt fyrir það eykst sparnaður heimila áfram lungann af spátímanum. Aðeins í blálokin þegar hægja tekur á vexti kaupmáttar ráðstöfunartekna taka heimilin að ganga á sparnað á ný,“ segir í Peningamálum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: