- Advertisement -

Fólk sveltur í boði ríkisstjórnarinnar

Guðmundur Ingi: Það er til háborinnar skammar að svelti af þessu tagi skuli viðgangast í boði ríkisstjórnar eftir ríkisstjórnar. Það lifir enginn á hrísgrjónum einum saman eða 200 hitaeiningum eða minna, sem er algjört svelti.

„Það getur verið snúið fyrir fatlaðan einstakling að reyna að koma sér fram úr rúmi og fara fram í eldhús til þess að fá sér morgunmat. En til hvers að leggja það erfiði á sig ef ekkert er til í ísskápnum lengur? Hjá verst settu öryrkjum var e.t.v. til maltdós eða lýsisflaska í byrjun mánaðar en ekki í lok hans. Það er til háborinnar skammar að svelti af þessu tagi skuli viðgangast í boði ríkisstjórnar eftir ríkisstjórnar. Það lifir enginn á hrísgrjónum einum saman eða 200 hitaeiningum eða minna, sem er algjört svelti. Þetta á ekki bara við um öryrkja hér í þessu landi heldur einnig marga eldri borgara sem búa einir, hafa rétt fyrir húsaleigu og svelta þess á milli.“

Þannig hóf Guðmundur Ingi Kristinsson þingræðu sína um málefni öryrkja, sem fór fram að kröfu Guðmundar.

„Þessi meðferð á veiku fólki er ekkert annað en klárt brot á stjórnarskrá. Það er stórfurðulegt að engin rauð ljós skuli blikka og ekkert skuli vera gert til þess að koma þessum málum í lag,“ sagði hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði að Guðmundi Inga sé kunnugt um að nú standi yfir vinna, „…sem m.a. hann er þátttakandi í, við að skoða leiðir að nýju framfærslukerfi almannatrygginga fyrir fólk með skerta starfsgetu ásamt því að taka upp nýtt mat á starfsgetu sem ætlað er að leysa af hólmi núverandi örorkumatskerfi. Ég vonast til þess að hugmyndir í þessa veruna geti verið kynntar á næstunni.

Er í lagi að fólk svelti?

„Ég spyr: Ætlum við að láta þetta viðgangast? Ætlum við að segja að það sé í lagi að fólk svelti? Er það í lagi að eiga ekki einu sinni maltdós, hvað þá lýsisflösku í ísskápnum síðustu viku mánaðarins eða lengur? Ég geri kröfu um að við tökum á þessum málum og komum þeim í lag strax því að þetta er ekki í lagi og er okkur hér á þingi til háborinnar skammar. Þó að við þingmenn og ráðherrar höfum það gott þurfum við ekki að svelta aðra,“ sagði Guðmundur Ingi.

Króna á móti krónu

„Virðulegi forseti. Króna á móti krónu skerðing er enn í boði á borðum öryrkja. Öryrkjar eiga rétt á leiðréttingu á þeim skerðingum allt aftur til 1. janúar 2017. Hvað þýðir króna á móti krónu skerðing? Það þýðir að ef þér eru réttar einhverjar bætur, laun, styrkir, með vinstri hendinni kemur sú hægri og rífur þær allar af þér og meira til. Það þýðir að ef þú átt eign einhvers staðar og færð smátekjur af henni þá eru þær teknar af þér.

Hverjir lenda verst í þessu af öryrkjum? Jú, það eru konur. Það er með ólíkindum að þetta skuli vera svona enn í dag. Ég veit ekki hvort þetta er sýn þeirra sem þessi lög settu, en okkur ber að breyta þessu.

Komið er fram álit sem Öryrkjabandalag Íslands lét vinna um krónu á móti krónu skerðingar, lögfræðiálit sem sýnir það svart á hvítu að um er að ræða stjórnarskrárbrot. Þetta er mismunun. Það dugir ekki fyrir velferðarráðherra eða nokkurn annan í þessari ríkisstjórn að segja að ekki sé um að ræða stjórnarskrárbrot vegna þess að það er búið að leiðrétta þetta hjá öldruðum.“

Þvílíkt örlæti

„Síðan er annað í þessu dæmi. Það er verið að segja að leggja eigi fram 4 milljarða á næstu áramótum. Þvílíkt örlæti. Þeir gleyma að segja frá því að þeir eru búnir að taka, með því að svíkja öryrkja um krónu á móti krónu skerðingar, 24 milljarða. Þannig að þeir ætla að halda eftir 20 milljörðum og segja: Við látum ykkur fá 4 milljarða; rosalega góðir.

Svona vinnubrögð eiga ekki að líðast. Það er vonlaust að segja, þegar þetta var leiðrétt hjá eldri borgurum, eftir á að öryrkjar fái ekki þá leiðréttingu vegna þess að þeir hafi ekki viljað kyngja starfsgetumatinu, starfsgetumati sem rifist hefur verið um í á annan tug ára. Það gengur ekki upp að setja þetta í samhengi, starfsgetumat kemur krónu á móti krónu skerðingu ekki við og hefur aldrei gert. Það er strikað yfir stjórnarskrána og mannréttindi og mismunun með því einu að segja: Þið viljið ekki kyngja starfsgetumati sem okkur þóknast og þá fáið þið ekki leiðréttingu, þá brjótum við á ykkur, brjótum gegn stjórnarskrá og lögum.

Ég spyr hæstvirtan félags- og jafnréttismálaráðherra: Mun félags- og jafnréttismálaráðherra sjá til þess að króna á móti krónu skerðing verði afnumin gagnvart öryrkjum um næstu áramót, 1. janúar 2019?

Mun félags- og jafnréttismálaráðherra sjá til þess að öryrkjar fái afturvirkar leiðréttingar á krónu á móti krónu skerðingu frá 1. janúar 2017?

Telur félags- og jafnréttismálaráðherra að króna á móti krónu skerðing sé brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar sem bannar mismunun?“

Ráðherrann slökkti ljósin

Segja má að ráðherrann, hafi með svari sínu slökkt ljósin, sem þó varla loguðu.

„Varðandi fyrstu spurninguna liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort unnt verði að gera fullar breytingar á framfærsluuppbót örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega áður en framangreindar breytingar á bótakerfi almannatrygginga hafa verið gerðar. Ég tel aftur á móti fulla ástæðu til að skoða þetta mál sérstaklega og hef látið kanna að leggja til breytingar á fyrirkomulagi þessa bótaflokks þannig að í stað þess að allar tekjur, þ.e. 100% tekna lífeyrisþega, hafi áhrif á útreikning uppbótarinnar geti það hlutfall verið lægra.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: