- Advertisement -

Fólk sveltur, hvar er ríkisstjórnin?

Guðmundur Ingi Kristinsson.
Ætlum við að láta það viðgangast, ætlum við að segja að það sé í lagi að fólk svelti?

„Hvar er ríkisstjórnin? Hvernig er hægt að útskrifa eldri borgara af sjúkrahúsum og senda þá heim í svelti? Hvernig er hægt að samþykkja að 11 einstaklingar sem útskrifaðir eru af sjúkrahúsi fái undir 900 hitaeiningum í fæði? Sá sem verst stóð fékk 200 hitaeiningar, sem er algjört svelti. Það sem var til í ísskápnum hjá viðkomandi einstaklingi var maltdós og lýsisflaska. Að það skuli viðgangast — vegna þess að þetta er ekkert annað en klárt brot á stjórnarskránni. Og að það skuli engin rauð ljós blikka og ekkert skuli vera gert til þess að koma þessum málum í lag er alveg stórfurðulegt.“

Þannig talaði Guðmundur Ingi Kritinsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi.

Hann sagði þetta ekki bara eiga við um eldri borgara „…þessa lands, heldur einnig öryrkja sem búa einir og hafa rétt fyrir húsaleigunni og svelta þess á milli. Ég spyr: Ætlum við að láta það viðgangast, ætlum við að segja að það sé í lagi að fólk svelti? Er það í lagi að eiga bara maltdós og lýsisflösku í ísskápnum? Hvar er eftirlit okkar? Og hvar er eftirlit heilbrigðisráðuneytisins?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þingmanninum var ekki skemmt. „Ég geri kröfu um að við tökum á þessu máli og komum því í lag vegna þess að það er ekki í lagi. Þó að við höfum það gott þurfum við ekki að svelta aðra.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: