- Advertisement -

Formaður Varðar skammar Brynjar

Gísli Kr. Björnsson, lögmaður og formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, skammar Brynjar Níelsson þingmann flokksins.

Tilefnið er að Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, er þeirrar skoðunar að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa komið með Eyþór Arnalds óboðinn á lokaðan fund í Höfða.

Brynjar er þeirrar skoðunar að Halldór Auðar Svansson eigi að starfa á vernduðum vinnustað. „Í taugaveiklunarástandi taka menn oft vanhugsaðar ákvarðanir. Ég hef setið þessa fundi ár eftir ár og oft hafa verið á þeim aðrir en kjörnir fulltrúar. Enginn hefur hingað til þurft áfallahjálp þess vegna. Þar sem oddvitanum er annt um velferð og andlega heilsu fulltrúa meirihlutans í borginn vék hann af fundinum þegjandi og hljóðalaust. Svo þegar menn gagnrýna eftirá þessa hallærislegu brottvísun er krafist afsökunarbeiðni. Svona menn eiga bara að vinna á vernduðum vinnustað,“ skrifaði Bryngjar.

Nú hefur Gísli Kr. blandað sér í málið: „Mér finnst náttúrulega arfavitlaust hjá Halldóri Auðar að krefja Guðlaug Þór um afsökunarbeiðni, en mér finnst enn verra að Brynjar Níelsson vinur minn, flokksfélagi og fyrrum kollegi segi um Halldór að hann eigi að vera á vernduðum vinnustað… Við megum ekki gleyma því, Sjálfstæðismenn, að pólitískir andstæðingar okkar mega hafa rangt fyrir sér að okkar mati, og að hjóla svona í þá gerir okkur ekki stærri…“

Smekkur Brynjars fellur greinilega ekki öllum flokksmönnum í geð. Nú er að sjá hvað Brynjar gerir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: