- Advertisement -

Ólína: Fórnarlömb myrt í návígi

Enn ein villimennskuárásin framin í vestrænni borg. Á blóðvelli liggja saklausir borgarar. Vopn- og varnarlaust fólk, myrt á kvöldgöngu á hlýju sumarkvöldi.

Myrt í návígi – það er umhugsunarefni. Allt þar til fyrir fáum misserum voru hryðjuverkaárásir skot- og sprengjuárásir. Í seinni tíð hafa þær verið framdar í persónulegu návígi, fólk er keyrt niður af bílum og … nú síðast … stungið á hol. Gerendur í augnsambandi við þá sem þeir eru að drepa. Hvílíkt hatur, illska, heimska og ógæfa sem liggur að baki svona verknaði. Gerendurnir voru sem betur fer felldir á vettvangi – en málið er auðvitað ekki leyst þar með. Þessir menn eru aðeins ein birtingarmynd sjúks ástands og hugarfars sem hætt er við að muni áfram brjótast út í svipuðum athöfnum gegn siðmenningu lýðræðissamfélaga.

Hvað er til ráða? Ekki gott að segja. En að fresta kosningum í Bretlandi og loka svæðum fyrir almenningi held ég að hjálpi ekki. Lífið verður að halda áfram, og ef svona ómennska nær að lama samfélagið sem fyrir verður, þá hefur illskan sigrað. Það má ekki gerast.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Greinin birtist einnig á Facebooksíðu höfundar. https://www.facebook.com/profile.php?id=1545379063&fref=ts


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: