- Advertisement -

Forréttindaelítunni svarað

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Svona aftur til upplýsinga því mjög margir í forréttindaelítunni segja að það hafi tekist að hækka lægstu launin „sérstaklega“ umfram aðra hópa í landinu þá vil ég í því samhengi upplýsa um launahækkanir hjá nokkrum forstjórum miðað við hækkun á lægsta launataxta verkafólks frá árinu 1998 til ársins 2017 í krónum talið.

Lægsti launataxti verkafólks hækkaði um 194 þúsund krónur frá 1998 til 2017, forstjóri N1 hefur hækkað um 4 milljónir, forstjóri Eimskips um 3,6 milljónir, forstjóri Samskipa um 3,4 milljónir, forstjóri Icelandair Group um 3,3 milljónir og forstjóri Olís hefur hækkað í mánaðarlaunum um 2 milljónir.

Svo koma þessir snillingar og segja að tekist hafi að hækka lægstu laun umfram aðra í þessu þjóðfélagi en hérna sjáum við svart á hvítu bekkingar í kringum prósentuhækkanir.

„Lægsti launataxti verkafólks hækkaði um 194 þúsund krónur frá 1998 til 2017, forstjóri N1 hefur hækkað um 4 milljónir.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: