- Advertisement -

Forseti sér ekki það sama og Björn Leví

„Það hefur ekkert komið upp í mínar hendur sem gefur mér tilefni til ætla að hér hafi átt sér stað einhver saknæm eða refsiverð brot og það er miður að umræðan sé farin að hverfast um slíkt á meðan að menn hafa mér vitanlega engin gögn í höndum um slíkt,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við Vísi í gær, þegar hann talaði um umræðuna um hugsanleg refsibrot einstakra þingmanna, ekki síst Ásmundar Friðrikssonar, hvað varðar innheimtur þeirra á hendur Alþingi vegna norkunar á eigin bíl, þó reglur segi að brúka eigi bílaleigubíla.

Björn Leví Gunnarsson sá ötuli þingmaður Pírata, skrifar á Facebook:

„Hvað með játningu Ásmundar um að hafa fengið endurgreiðslu frá þinginu fyrir bílanotkun við þáttagerð á ÍNN? Eða játningu um að hafa þegið endurgreiðslur vegna kostnaðar í kosningabaráttu?

Eru það ekki gögn?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Til viðbótar er svo sagt að eftirliti hafi ekki verið sinnt, það eitt og sér er nægilega alvarlegt til þess að farið sé yfir allt aftur með eftirlitsgleraugunum. Um það snérist amk. erindi mitt til forsætisnefndar, að rannsaka gögnin sem enginn hefur rannsakað — sérstaklega vegna yfirlýsinga Ásmundar um hvernig kostnaðargreiðslur eru þar á meðal.“

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: