- Advertisement -

Forstjórinn fékk 400 þúsunda launahækkun – hefur áhyggjur af kröfum annarra

Vilhjálmur Birgisson gerir athugasemdir við Björn ÓlaHauksson, forstjóra Isavia sem lýsir sérstökum áhyggjum yfir að launakröfur verkafólks og annarra verði of miklar í komandi kjarasamningum.

Vilhjálmur Birgisson.
„Verkafólk mun segja þeirri skefjalausu misskiptingu,óréttlæti og ójöfnuði stríð á hendur!“

Vilhjálmur Birgisson er ekki sáttur við Björn Óla Hauksson, fortjóra Isavaia. Vilhjálmur skrifar: „Hugsið ykkur að fyrir einungis fjórum dögum síðan lét forstjóri Isavia þessi orð falla á aðalfundi Isavia: „Það veikir samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar að launakostnaður er á uppleið samhliða styrkingu krónu. Miklar launakröfur í kjarasamningum eru því áhyggjuefni.“

Vilhjálmur skrifar áfram: „Þvílík hræsni og siðblinda því á sama tíma og forstjóri Isavia lét þessi orð falla lá fyrir að hann sjálfur hafði hækkað í launum um 400.000 kr. á mánuði en mánaðarlaun hans fóru úr 1,7 milljón í 2,1 milljónir.

Kemur svo og talar um að samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar sé að veikast vegna þess að launakostnaður sé á uppleið og lýsir sérstökum áhyggjum yfir að launakröfur verkafólks og annarra verði of miklar í komandi kjarasamningum.

Halló er til meiri hræsni en þetta? Ný búinn sjálfur að fá 400.000 kr. hækkun á sínum mánaðarlaunum en verkafólk sem vinnur á Keflavíkurvelli og víðar fengu flestir um 12.000 kr. hækkun á sínum launum í fyrra.

Það er rétt að rifja upp frétt um forstjóra Isavia frá árinu 2015 en þá gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við að Isavia greiddi fyrir fjölskylduferðir forstjóra Isavia.

En í umfjöllun hjá Kastljósi árið 2015 kom fram að Isavia ohf hafi greitt fleiri hundruð þúsund krónur vegna ferðalaga eiginkonu forstjórans á undanförnum árum. Slíkt er andstætt reglum félagsins sjálfs og er ekki eðlilegt að mati Ríkisendurskoðunar.

Það kom einnig fram í umfjöllun Kastljós að Isavia hafi einnig greitt ferðakostnað annarra fjölskyldumeðlima stjórnenda félagsins.

Já núna þremur árum síðar er þessi sami forstjóri verðlaunaður með hækkun á mánaðarlaunum sem nema 400.000 kr.

Það er algjörlega morgunljóst í mínum huga að það mun stefna í hörðustu átök á íslenskum vinnumarkaði í áratugi því núna mun íslensk verkafólk láta kné fylgja kviði. Verkafólk mun segja þeirri skefjalausu misskiptingu,óréttlæti og ójöfnuði stríð á hendur!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: