- Advertisement -

Framsókn klæjar í lófana

Stjórnmál Þingflokkur Framsóknarflokksins kemur saman í dag þar sem formaðurinn, Sigurður Ingi Jóhannsson, skýrir þingmönnum frá samtölum sínum við formenn annarra flokka, ekki síst hvað honum og  Bjarna Benediktssyni hefur farið á milli. Þeir töluðu saman í nótt.

„Hvað okkur formönnum ýmissa flokka fór á milli í nótt og morgun læt ég ekki uppi, ég mun tala um það við þingflokkinn minn,“ segir Sigurður Ingi. En finnst honum það koma til greina? „Ég mun tala við þingflokkinn fyrst áður en ég læt uppi hvað mér finnst koma til greina,“ sagði hann við fréttastofu Rúv.

Forystuátök eru innan Framsóknarflokksins og flokksþing sem verður, að óbreyttu í janúar, uppgjörsfundur milli Sigurður Inga og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sigurður Ingi eygir nú von um að styrkja stöðu sína verulega, takist honum að koma Framsóknarflokknum í ríkisstjórn, það er með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn.

Þingflokksfundur Framsóknarflokksins í dag getur því orðið tímamótafundur. Alls ekki er útilkað að innanmein Framsóknar reki formann flokksins til að ganga til liðs við, og bjarga, ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: