- Advertisement -

Framsókn og erlent kjöt

Sigurður Ingi: „Þetta er ekki hræðslu­áróður. Þetta er ekki póli­tík. Þetta eru staðreynd­ir.“

„Við get­um selt fisk án tak­mark­ana og á sama tíma er ætl­ast til að hingað sé flutt inn hrátt kjöt án tak­mark­ana,“ skrifar Sigurður Ingi formaður Fransóknarflokks í Moggagrein í dag.

Hann skrifar um dóm um að heimilt sé að flytja inn erlent ófrosið kjöt. Sem hann er sýnilega ósáttur við.

„Málið er hins veg­ar ekki svo ein­falt. Það sem við lát­um ofan í okk­ur get­ur ekki aðeins snú­ist um krón­ur og aura eða evr­ur ef því er að skipta. Ég tel ekki eðli­legt að Evr­ópu­sam­bandið geti skyldað Íslend­inga til að taka upp lög­gjöf sem vinn­ur gegn heil­brigði þjóðar­inn­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hann slær þekktan takt. „Heil­brigði dýra og heil­næmi mat­ar er grund­vall­ar­atriði þegar kem­ur að inn­flutn­ingi á hrá­um kjötvör­um. Þar standa þær Evr­ópuþjóðir sem mest fram­leiða af kjöti ein­fald­lega ekki á sama plani og Íslend­ing­ar.“

Hann fjallar drjúgt um lyfjagjafar í evrópskum landbúnaði, ekki síst sýklalyf. „Þetta er ekki hræðslu­áróður. Þetta er ekki póli­tík. Þetta eru staðreynd­ir.“

Hann segir ófrosið evrópskt kjöt vera ógn við lifandi dýr sem og menn, verði að innflutningi.

„Áhrif­in eru einnig efna­hags­leg, því hvernig eiga ís­lensk­ir bænd­ur að keppa við risa­stór verk­smiðjubú meg­in­lands­ins í verði? Vilj­um við þakka ís­lensk­um bænd­um fyr­ir að byggja hér upp heil­brigðan bú­stofn og fram­leiða heil­næm­ar vör­ur með því að leyfa versl­un­inni að flytja inn hrátt kjöt og stefna lýðheilsu í hættu? Vilj­um við knýja þá til að stíga niður á sama plan og mörg lönd Evr­ópu eru að glíma við að kom­ast út úr? Fram­sókn seg­ir nei. Íslensk­ar sveit­ir eru ekki menn­ing­ar­tengd ferðaþjón­usta til sýn­is í vorferð Viðreisn­ar.“

Svo skrifar hann: „Ný­verið sýndi rann­sókn að bakt­erí­ur, ónæm­ar fyr­ir sýkla­lyfj­um, hefðu fund­ist í 13 sýn­um af inn­fluttu græn­meti en ekk­ert fannst í ís­lensku græn­meti. Kannski ætt­um við í ljósi rann­sókna að herða frek­ar lög­gjöf­ina þegar kem­ur að inn­flutn­ingi á mat­væl­um held­ur en að gefa eft­ir. Fram­sókn mun leita allra leiða með sam­starfs­flokk­um sín­um í rík­is­stjórn og á vett­vangi Norður­landa til að koma í veg fyr­ir að heilsu lands­manna verði fórnað fyr­ir skamm­tíma­hags­muni.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: