- Advertisement -

Framsókn vill takmarka lóðabrask

Ítrekað selja þeir sem fá byggingalóðir í Reykjavík þær í stað þess að byggja einsog ætlast var til við úthlutunina.

Framsókn og flugvallarvinir vilja setja takmarkanir á lóðasöluna. Meirihlutinn vill það ekki og Sjálfstæðismenn sátiu hjá þegar þetta var rætt í borgarráði.

„…þá er staðfestur lítill skilingur meirihlutans í borgrráði á áhrifaþáttum á hækkandi fasteignaverð í Reykjavík. Staðan er sú að lóðarframsal sem ítrekað á sér stað á nýúthlutuðum lóðum sérstaklega innan þéttingarreita borgarinnar er stór þáttur í hækkandi fasteignaverði í borginni. Framsókn og flugvallarvinir hafa allt frá árinu 2014 bent á þörf á því að koma á framsalstakmörkunum til að koma í veg fyrir óeðlileg viðskipti með lóðir. Það er óábyrg stjórnsýsla að fella tillöguna eins og staðan er í dag og koma a.m.k. ekki fram með breytingatillögu, enda hljóðar tillagan upp á að skrifstofa eignba og atvinnuþróunar og borgarlögmaður komi fram með tillögur og útfærslur í þessum efnum. Vilji er allt sem þarf.“

Sé þetta rétt, hafa aðrir í borgarráði ekki viljann sem minnst var á í bókun Framsóknar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: