- Advertisement -

Freki karlinn er samur við sig

Reykjavíkurborg vill ekki að rútur aki þrengstu götur borginnar. Eflaust til varnar íbúum þar. Það er með þá reglu, sem og svo margar aðrar, að sitt sýnist hverjum. Og hvað sem okkur kann að þykja, verðum við jú að fara að leikreglunum sem settar eru.

Eða hvað? Það gera nú ekki allir. Framkvæmdastjóri Kynnisferða sagði, í viðtali á Rúv, að þeirra rútur haldi áfram einsog ekkert hafi í skorist. Hann segir að í framtíðinni muni þeir virða reglur borgarinnar. En ekki strax.

„Þetta eru aðeins tilmæli um akstursstefnu en að sjálfsögðu munum við fara eftir þeim um leið og mögulegt er,“ er eftir honum haft, en rútum er auki meinað að aka í báðar áttir á einstaka götum, væntanlega svo þær þurfi ekki að mætast við erfiðustu aðstæður.

Til stendur sem sagt, að virða reglurnar, þegar það verður Kynnisferðum þóknanlegt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rúv spurði hvers vegna ekki hafi verið ráðist í undirbúning breytinga þegar ákvörðun um akstursbannið lá fyrir í byrjun mars segir hann: „Það er mjög flókið að breyta leiðarkerfi okkar og við förum ekki í slíka vinnu eftir hugmyndum um breytingar. Við gerum það ekki fyrr en staðfest er hvenær breytingarnar taki gildi.“

Þær tóku í gildi í gær. Breytingarnar eiga að ná jafnt til allra. Sem er eðlilegt. Kynnisferðir hafa ákveðið að frekjast og fara ekki að reglunum. Freki karlinn fer sínu fram.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: