- Advertisement -

Fréttablaðið, þjóðin og gulu vestin

Fréttablaðið segir forystufólk launafólks eigi að sýna auðmýkt og að það eigi að pakka gulu vestunum niður.

„Gulu vestin eru orðin tákn um ofbeldisfull mótmæli sem enginn ætti að vera stoltur af. Verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson og Vilhjálmur Birgisson virðast hins vegar horfa til hinna frönsku mótmælenda með velþóknun og jafnvel vott af öfund. Báðir hafa stoltir tilkynnt að þeir hafi pantað sér gul vesti. Eins og við var að búast hafa vestin sömuleiðis gert lukku innan Sósíalistaflokksins þar sem þau hafa verið til sölu. Á þeim kontór er beðið með mikilli óþreyju eftir byltingunni. Hætt er við að sú bið verði æði löng, ef ekki bara endalaus,“ segir meðal annars í leiðara Fréttablaðsins í dag. Það er Kolbrún Bergþórsdóttir sem skrifar.
„Hinir herskáu verkalýðsforingjar hér á landi myndu gera vel í því að taka sinnaskiptum. Heppilegt væri að byrja á því að sýna auðmýkt með því að pakka niður gulu vestunum sínum og viðurkenna að hafa hlaupið illilega á sig,“ skrifar Kolbrún.

Kolbrún fullyrðir: „Íslenska þjóðin er engan veginn í byltingarhugleiðingum, þótt einstaka hópar láti sig dreyma um annað og dundi við það flestum stundum að fara með frasakennt söngl og ofurþreytandi stagl úr handbókum kommúnismans. Þjóðin fylgir þessum hópum ekki að málum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: