- Advertisement -

Fyrir kosningar og eftir kosningar

Hressileg U-beygja Vinstri grænna frá því fyrir kosningar.

Stjórnmál Ekki er almennur skilningi fyrir ákvörðun Vinstri grænna að sækjast eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn.

Daginn fyrir kosningarnar skrifaði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti VG í suðvestri, svona: „Í dag eru erlendir fjölmiðar með á hreinu hvers vegna við göngum til þingkosninga á morgun; The Guardian skrifar á forsíðu sinni um þau hneysklismál sem hafa umlukið formann Sjálfstæðisflokkinn ( Glitnir og uppreista æru..) og hið sama gerir Financial Times og danska Politiken. Það er komin tími til að rifja upp af hverju við kjósum á morgun – en það er líka komin tími til að snúa af þessari braut íslenskra spillingarstjórnmála. Gerum betur – kjósum Vinstri græn á morgun!“

Rósa birti þessa úrklippu með, máli sínu til stuðnings.

Hræðsluáróðurinn

Þú gætir haft áhuga á þessum

Varaformaður VG, Edward H. Huijbens, var á svipuðum nótum þennan sama dag. Hann var þá greinilega ósáttur við framgöngu Sjálfstæðisflokksins:

„Nokkrir punktar um skattamál í ljósi yfirborðskennds hræðsluáróðurs Sjálfstæðisflokks um skattpíningu landsmanna í boði VG

  1. a) Margir helstu innviðir landsins eru komnir að fótum fram, um það eru allir sammála. Til að laga það þarf að afla tekna, þær tekjur sem ríkið aflar heita skattar og fara í vegi, sjúkrahús, skóla, flugvelli og allt það sem við viljum að sé betra i þessu landi.
  2. b) Skattar eru jöfnunartæki. Með öðrum orðum, þeir þurfa ekki að leggjast jafnt á alla. Skatta viljum útfæra þá þannig að þeir sem meira þéna borga meira og þeir sem lægri tekjur hafa borga minna. Það útfærum við með þrepaskiptum tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti. Með öðrum orðum skattar verða EKKI hækkaðir á alla, heldur helst þá sem mest hafa. Sumir t.d. lifa bara af vöxtum af peningunum sínum, í dag borga þeir 20% skatt og ekkert til sveitarfélaga.
  3. c) Það eru margar fleiri leiðir til að afla tekna umfram skatta á einstaklinga, s.s. auðlindagjöld af nýtingu sjávar, orkuauðlinda og annarra sameiginlegra auðlinda þjóðarinnar. Svo eru einskiptis tekjur s.s. auknar arðgreiðslur úr ríkisbönkunum og Landsvirkjun sem hægt væri að nýta í niðurgreiðslu skulda og stórar framkvæmdir s.s. nýjan Landspítala. Einnig má taka á skattaundanskotum og skattsvikum sem áætlað hefur verið að nemi tugum milljarða. Þessari tekjuöflun er ekki hægt að deila niður á skattgreiðendur og tala um hundruð þúsunda aukningu í greiðslu skatta á hvert mannsbarn.
  4. d) Við tölum um stóreignaskatt, það er 1% auðlegðarskatt á hreina eign yfir 200 milljónum. Þar eru undanþágur fyrir íbúðahúsnæði. Með öðrum orðum tekjulausa ekkjan í verðmætri eign í Vesturbænum mun ekki borga, tja nema húsið sé þá metið á yfir 200 miljónir. Tilfellið er að þorri stóreigna þeirra sem þær eiga er að skapa tekjur.

Ef við viljum byggja innviði landsins fyrir alla, þá þarf að afla tekna fyrir því. Þær tekjur heita skattar og gjöld til hins opinbera. Hinn möguleikin er að láta þetta allt markaðnum eftir og við borgum þá veggjöld, gjöld á sjúkrahús, skólagjöld og fleira og fleira. Úr því verður mismunum, ójöfnuður og óheilbrigt samfélag þar sem sumir hafa og fá og aðrir verða utanveltu.“

Já, fyrir kosningar

Þannig var skrifað fyrir kosningarnar. Fjöldi kaus VG, örugglega vegna afstsöðu flokksins og viðhorfa sem má lesa úr þessum tveimur greinum áhrifafólks innan flokksins, og það daginn fyrir kjördag.

Erfitt er að sjá hvernig forysta VG telur sig geta náð fram þeim breytingum, svo sem skattahækkunum, auknum auðlindagjöldum og fleiru í vænanlegu samstarfi.

Það á svo sem eftir að skýrast.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: