- Advertisement -

Fyrirtækin þurfa fleiri starfsmenn

Vinnumarkaður „Þeim fyrirtækjum fjölgar stöðugt sem telja sig búa við skort á starfsfólki. Nú telja 28% stjórnenda skort vera á starfsfólki og samanborið við þessa könnun fyrir tveimur árum hefur þeim fjölgað um 16%. Skortur á starfsfólki er langmestur byggingarstarfsemi, þar sem tæplega 60% stjórnenda telja skort ríkjandi, og þar á eftir í flutningum og ferðaþjónustu, rúmlega 40% stjórnenda. Minnstur skortur á starfsfólki er í fjármálastarfsemi og sjávarútvegi.“

Þetta kemur fram í könnun meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins. Það er SA sem birtir könnunina. Sjá hana í heild hér.

„30 þúsund starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum í könnuninni. 31% stjórnenda þeirra sjá fram á fjölgun starfsmanna á næstu sex mánuðum, 12% sjá fram á fækkun en 57% búast við óbreyttum fjölda. Þetta er sama niðurstaða og í síðustu könnun í september sl. Þegar svör stjórnenda eru vegin með stærð fyrirtækjanna fæst að starfsmönnum þeirra fjölgi um 1,2% á næstu sex mánuðum. Sé sú niðurstaða færð yfir á almenna markaðinn í heild má búast við störfum þar fjölgi um rúmlega 1.400 á næstu sex mánuðum. Búist er við fjölgun starfsmanna í öllum atvinnugreinum en langmest í byggingarstarfsemi, en þar á eftir koma flutningar og ferðaþjónusta en minnst fjölgun er áformuð í sjávarútvegi og fjármálaþjónustu.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: